Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnmálamenn framtíðarinnar biðji Íslenskan almenning afsökunar.

Nú þegar er það tímabær krafa til stjórnmálamanna framtíðarinnar á Íslandi, Bretlandi og í Hollandi  að þeir biðji Íslenskan almenning afsökunar á framkomu sinni . Fjárglæframenn víða um heim hafa gjört þvílíka fjármálagjörninga að miljónir manna bíða skaða af. Að láta allan Icesave pakkann  á herðar Íslensks almennings er ævarandi skömm þeirra stjórnmálamanna sem þar eiga nafn sitt. Það særir réttlætiskennd mína að stjórnmálmönnum nútímans finnist það réttlæti að barnungar dætur mínar skuli fá þennan óþvera reikning. Jóhanna bað afsökunar á þeim stjórnmálamönnum sem voru á vaktinni þegar við sigldum fram af brúninni. Á sama hátt er það krafa mín að stjórnmálamenn sem eiga eftir að taka við vaktinni af núverandi stjórnvöldum á Íslandi í Hollandi og Bretlandi að þeir biðji  Íslenskan almenning afsökunar á núverandi stjórnvöldum. 


mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt eðli, gungur og druslur.

Allt eru þetta orð sem þekkt eru úr ræðustól alþingis. Þau kom upp í hugann núna á þessari örlaga stundu. Ef við þurfum að borga 55. miljarða á ári eru það tæp 700 þús á heimili mitt á ári nætu árin. Hvernig halda menn að ástandið væri í Bretlandi ef um 3500 gbp væru sett á hvern Breta. Ef þetta væri gert af orsökum sem stöfuð af því að stjórnmálamenn í Ameríku hefðu brugðist. Svarið er skýrt, það væri borgarastríð i Bretlandi. Ástæðan fyrir því að þetta vandamál er ekki í Fraklandi er ljóst. Frakkar segja einfaldlega "þetta var spurning um heilbrigða skinsemi" Þessi skinsemi var ekki til hjá Breskum og Hollenskum stjórnmálamönnum. Það ætla þeir að leiðrétta með því að setja alla upphæðina á íslenskan almenning. Í mínum hug er Gorson Brown allt þetta, með skítlegt eðli, gunga og drusla. Að horfa á íslenska stjórnmálamenn vinna úr málinu eins og raun ber vitni er sorglegt. 
mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað stendur uppúr á lokaspretti Icesave.

Nú er eitt leiðinlegasta og ömurlegasta máli sem íslensk stjórnvöld hafa þurft að glíma við á enda. Sennilega er ég ekki sá eini sem er ráðvilltur og pirraður við  loka afgreiðslu sem er nú í augsýn. Ég vona að við almenningur fáum góða fréttaskýringu á þessu máli nú strax eftir helgi. Ég bíð eftir að heyra í Jóni Daníelssyni í London og Guðmundi Ólafssyni í HÍ. Það sem stendur upp úr þessari Icesave rugli er að stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi brugðust þegnum sínum. Sömu stjórnmálamenn sem brugðust sínu fólki svona illa, eru nú að setja Íslendingum, fæddum og ófæddum stólinn fyrir dyrnar. Með sín eigin mistök á samviskunni segja þeir "réttlætið á að vera þannig að þetta lendi bara á íslenskum bökum". Það er svo augljóst að Breskt og Hollensk regluverk brugðust. Það að hleypa Landsbankanum þetta langt ofan í  vasa Breskra og Hollenskra þegna án þess að stoppa ruglið, eru mistök þessara þjóða. Þannig mun sagan dæma þessa menn. En þetta eru sömu mennirnir og standa uppi á kassanum í dag og segja "Ég er sá sem þið skulið treysta" og fólkið kýs kallinn á kassanum.
mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust er ekki hægt að dæma af mönnum, eða til handa mönnum.

Enginn getur dæmt traust til handa mönnum sem hafa mist það. Þeir sem hafa tapað trausti fólks verða að vinna það til baka á annan hátt en þann að fá sér það dæmt til baka. Við lifum á þeim tímum þar sem stjórnmálamenn hafa tapað trausti almennings. Það traust verða þeir að vinnan til baka með verkum sínum. Traust á dómstólum hefur einnig borið skaða. Í hugum margra hafa dómstóla illa ráðið við þau verkefni, þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Því trausti sem dómstólar hafa tapað, verða þeir að vinna til baka með réttlátari dómum. Nú er kirkjan að lenda í þeim sporum að hún er að tapa trausti almennings. Nú verður að loka kirkjunnar menn inni og hleypa þeim ekki út fyrr en þeir hafa fundið lausn á þessu máli á Selfossi. Heiður kirkjunnar er í veði. Kirkjan er ekki einkaeign þeirra sem þar þjóna. Kirkjan er eign okkar sem byggjum þetta land. Prestarnir eru einungis þjónar. Nú er mál að linni. Við viljum ekki þessar erjur innan kirkjunnar okkar, það er sú einfalda staðreynd sem kirkjunnar þjónar verða að skilja.
mbl.is Lýsir stuðningi við ákvörðun biskups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir stendur löskuð kirkja.

Það er sorglegt að fylgjast með þessu máli. Ekki bara fyrir Gunnar og söfnuðinn á Selfossi. Nú virðist sem svo að bæði lærðir og leiknir séu að skiptast í fylkingar. Það er ekki langt síðan að það var farið að fenna í spor máls þar sem fyrrverandi biskup var borinn þungum ásökunum. Nú fáum við nýtt mál. Þar sem álmenningi er boðið upp á sorglega atburðarás. Kirkjan snýst að stærstum hluta um traust almennings til hennar. Það er sorglegt hvernig þjónar kirkjunnar prestarnir, bregst almenningi með illvígum deilum. Eftir stendur sködduð kirkja og særður almenningur.
mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 250.000.000 kr til námsmanna.

Í sumar voru rúmlega 100 manns sem unnu hjá Norðuráli á Grundartanga við afleysingar vegna sumarleyfa starfsmanna. Ég reikna með að það hafi verið svipað hjá álverinu í Straumsvík og álverinu fyrir austan. Að langstærstum hluta eru þetta framhalds og háskólanemar. Mér er minnistætt viðtal við rektor HÍ þar sem rektor segir að sumarið hafi verið mikið betra en menn hafi átt von á. Í upphafi sumars var rætt um að bjóða upp á sumarnám í HÍ þar sem áhyggju manna voru af sumarvinnu námsmanna. Grófleg má áætla að laun skólafólksins hafi verið 250-300 mkr yfir þennan tíma. Ef rektor HÍ hefði tilfinningu hvað væri að gerast í þjóðfélaginu hefði hún að sjálfsögðu minnst á að þessir vinnustaði þ.e álverin í landinu hefðu hjálpað verulega upp á sumarvinnu námsmanna. Á sama tíma og áhyggjur rektors voru í hámarki var Indriði Þorláksson að vinna skýrslu þar sem niðurstaða hans eru að álverin hafi lítinn eða engan áhrif á vinnumarkaðinn. Rökin voru þau að ef þetta fólk sem vinnu í álverunum ynni ekki þar þá myndi það vinna einhverstaðar annarstaðar. Staðreyndirnar tala sínu máli. Framhaldsskóla og háskólanemar hafa verið með c.a 250-300 mkr í vasanum nú í upphafi skólaárs til að kosta sitt nám og framfærslu. Sennilega hefur einhvertímann minni frétt ratað á síður fjölmiðla þessa lands.

Bumerang Svandísar.

Ein megin rök Svandísar fyrir ákvörðun sinni var að hér þyrfti að fara að lögum, jafnvel þó að við værum djúpt í kreppunni þá yrðu hún sem umhverfisráðherra að fara að lögum. Nú eru að koma fram nýjar staðreyndir þar sem mjög er dregið að Svandís hafi farið að lögum í þessari ákvörðun. Ég get ekki betur séð en að búmeraengið sé að hitta hana beint í skallann. Steingrímur J. varði þá ákvörðun sína að gengið skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB að það væri kominn tími til að þjóðin tæki af skarið með ESB aðild. Sú afstað hans var góð og gild. En það er makalaust hvað VG reynir að stinga pinna í hjól Norðuráls á Reykjanesi, vitandi það að stór meirihluti íbúanna vilja þessa framkvæmd. Þeir vilja ekki bara framkvæmdina heldur vilja þeir að sjálfsögðu að framkvæmdum verði hraðað. Það er greinilegt að nýja lýðræðið okkar virkar ekki sem skildi.
mbl.is Svandís ógildi ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn vinir vorir eða óvinir.

Undanfarið hef ég verið að lesa bókina um Óskar Halldórsson þann mikla síldarspekúlant. Það er svolítið sérstakt að lesa um það hvernig Norðmenn höguðu sér í byrjun aldarinnar þ.e nítjándu. Þeir komu með skip sín og mokuðu upp síldinni upp úr Íslenskum fjörðum og víkum. Hvernig Norðmenn ýttu Íslendingum aftur fyrir sig bæði í vinnslunni hér á landi svo ekki sé talaðu um markaðinn. Íslendingarnir voru að reyna að kíkja yfir axlirnar á Norðmönnum til að reyna að læra af þeim. Það var ekki vinar þel Norðmanna í garð Íslendinga í þá daga. Er vinarþeliðið fyrir hendi í dag? Auður Normanna af "síld" nútímans þ.e er olíunni er það mikill að þeir vilja ekki taka hann inn í sitt hagkerfi nema að litlu leiti. Þeir fjárfest í öllum andskotanum út um allan heim. Væri eitthvað vinarþel í þessari frændþjóð ættu þeir létt með að lána okkur einhverja miljarða þegar nú kreppir að "vinunum" í norðri. En er það vilji Norðmanna? Það er skálað fyrir vinskap þjóðanna meðal pólitíkusa og aðals. Ég held að Íslenskur almenningur ætti að smíða  það stórasta fockmerki sem gert hefur verið og senda "vinum" vorum Norðmönnum. Við verðum að finna okkur aðra vini með von um að vináttan verði meiri en bara í skálaræðum aðalsins.


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt að skuldir Actavis sé tæp billjón.

Í Fréttablaðinu er frétt þar sem skuldir Actavis eru sagðar tæp billjón. Stundum eru blaðamenn illa að sér í tölum. Í fréttinni eru skuldir sagðar um þúsund miljarðar eða billjón. Þarna stendur blaðamaður í þeirri meiningu að þúsund milljónir sé ein billjón. Hið rétta er að í einni billjón eru milljón miljónir. Eftir að Ástþór Magnússon bauð í gullforða seðlabankanna bæði á Íslandi og á Spáni (tæp 300 tonn) ákvað ég að æfa mig í stórum tölum. En eins og allir vita kemur að því að Ástþór verður forset og er þá gott að haf tölurnar á hreinu. Ég bloggaði um þetta 20 sept síðastliðin en læt hér fylgja afrit af stærðum ef einhverjir vilja undirbúa sig undir forsetatíð Ástþórs.

Milljón er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón.


Flott hjá ungum krötum.

Þetta er flott framtak hjá ungum jafnaðarmönnum. Allar stjórnmálastefnur verða að þola umræður og rökræður. Ef ég væri ekki orðinn svona andskoti gráhærður myndi ég mæta. Ég reikna með að dyraverðinum fyndist það vera á gráu svæði ef ég mætti á fund hjá ungum jafnaðarmönnum.
mbl.is Tekist á um stjórnmálastefnur á landsþingi UJ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband