Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fleiri gosar frá Sádi-arabíu til bjargar fótboltanum í UK.

Enn á ný eru nefndir auðmenn frá Sádi-arabíu til að bjarga fótboltaliði í Bretlandi. Nú Portsmouth.  Það er með eindæmum hvað það fer hljótt um upprunna þessa peninga. Það er verðugt verkefni fyrir blaðamenn að upplýsa almenning um upprunnann. Nú á íslenskur almenningur eitt lið á Englandi þ.e West -Ham. Kannski meigum við þakka fyrir að eiga ekki annað lið frá Newcatstel. Bullið og vitleysan í kringum tótboltann í Englandi hlýtur að taka enda. Sá tímapuntur hlýtur að nálgast þar sem settar verða einhverjar þær leikreglur til að stoppa þessa tittleysu. Er það einhver skinsemi í því að fótboltamenn fái einhverja miljónir í vikulaun fyrir þá atvinnu að spila fótbolta? Markaðsettningin á fótboltanum hefur yfirskotið, skinsemin hefur vikið, síðan koma gosar frá Sádi-arabíu og redda málunum.
mbl.is Nýr eigandi bjargar Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta gungur og druslur hjá AGS?

Við sem höfum fylgst með Steingrími J og pólitíkinni undanfarna áratugi þekkjum hvernig Steingrímur J hefur talað í gegn um árin. Oft hef ég dáðst af orðræðu Steingríms. Að vísu hefur hann stundum farið yfir strikið eins og frægt er. En þetta hefur verið þannig að Steingrími hefur fyrirgefist þó svo hann hafi farið yfir strikið. Eftir að Steingrímur varð ráðherra er eins og allt loft hafi farið úr manninum. Mér finnst stundum eins og ég sjái Steingrím J vera að busta skóna hjá Gordon Brown og spyrja hr Brown með auðmýkt hvort að þetta sé nógu gott. Nú er hr Steingrímur á förum til Tyrklands til að tala við herrana hjá AGS. Í viðræðum við AGS vildi ég gjarnan að Steingrímur færi í sinn gamla ham og talaði við AGS á því tungumáli sem hann kann hvað best.  Ef þeir há AGS þola það ekki, þá eru þeir bara gungur og druslur. 


mbl.is Steingrímur til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar eru forsendur AGS?

Við lestur þessarar spá kemur fyrst upp í hugan, hvaða forsendur AGS gefi sér. Gerir AGS ráð fyrir því að við tökum það lán sem þeir hafa boðið með vissum hótunum? Gera þeir ráð fyrir að við tökum að okkur að greiða Icesave upp í topp? Gera þeir ráð fyrir að eitthvað að þeim verðmætum sem var komið undan í skattaskjól innheimtist? Hvernig gera þeir ráð fyrir að við nýtum okkar auðlindir, fisk, vatn og orku? Ég vildi sjá spá sem þær forsendur væru gefnar að við tækjum ekki lánið frá AGS og sturtuðum Icesave niður um klósettið.
mbl.is AGS spáir 8,5% samdrætti hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klósett aðferðin.

Ég er meira og meira farinn að hallast á þá skoðun sem Guðmundur Ólafsson lektor í Hí kom með og orðaði svo ágætlega." Við eigum að sturta þessu Icesave niður í klósettið" Ef málstaðurinn er kynntur fyrir fólki, er það augljóst að réttlætið er ekki fólgið í því að íslenskur almenningur greiði óráðsíu óreiðumanna. Stjórnmálamenn bæði í Hollandi og Bretlandi og að sjálfsögðu á Íslandi brugðust almenningi með því að haf gallað regluverk í kringum þessar fjármálastofnanir. Það verður ekki leiðrétt með því að knésetja íslenskan almenning. Notum aðferð Guðmundar sturtum Icesave niður í klósettið.
mbl.is Heilli þjóð sturtað niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún fellur að sjálfsögðu.

Það er ekki spurning að þessi stjórn fellur. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Með eins ólíka stjórnmálaflokka og Samfylkingu og VG er annað útilokað. Stóru málin í dag er Icesave og umsóknin um ESB. Annar flokkurinn er með báðum málunum og hinn á móti. Með eins mikla prinsippmenn eins og finnast í VG þá getur þetta ekki gengið upp. Mín spá er að líf þessarar stjórnar mælist í dögum frekar en vikum.
mbl.is Stendur og fellur með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruvermdarsamtök Ísl. fagna hringlandahætti.

Náttúruhermdarsamtök Íslands fagna þessum hringlandahætti. Gerir það samtökin trúverðug. Nei, þvert á móti virðast þessi samtök vera komin  verulega út af teinunum. Við eigum að gera þær kröfur til samtaka og fyrirtækja að vinnubrögðin séu fagleg. Hér er ekki hægt að nota orðið fagmennska yfir þau vinnubrögð í umhverfismálum sem við erum hér vitni af.
mbl.is Sigur fyrir náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efast stórlega að heilbrigðisvottor VG sé í lagi.

Það sjá allir sem sjá vilja að svona er ekki hægt að vinna. Fyrirtæki sem ætla að vera með starfsemi hér verða að fá að vita hvaða reglur gilda. Með þessari ákvörðun er ráðherrann stinga pinnanum í hjól framfara í þessu landi, þvert á ákvörðun fyrrverandi umhverfisráðherra. Ég trúi því ekki að samfylkingin láti þetta yfir sig ganga. Eða var þetta kannski partur að viðskiptunum með ESB aðild. Nú þurfa suðurnesjamenn að sýna samtakamátt sinn, svo eftir verði tekið. Þessi vinnubrögð VG standast ekki skoðun. Nú þarf að stoppa leikinn og skipta inná.


mbl.is Skilja ekki ákvörðun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbyggðanefnd í Sádi-arabíu hefu löngu lokið störfum.

Óbyggðanefnd þeirra Sáda hefur löngu lokið störfum og úrskurðað hvað skuli vera þjóðlendur(í eigu þjóðarinnar) og hvað skuli vera í einkaeign. Dómur óbyggðanefndar var skýr. Yfirleitt allstaðar þar sem olíulindir eru undir yfirborði skal vera í einkaeigu. Á meðan meirihluti landsmanna Sáda líður skort eru gosar, sem fara með þjóðarverðmætin eins og skít og strá verðmætum til hægri og vinstri. Eitt af þessum leikföngum þessara gosa er að eiga fótboltalið í Englandi. Bretar horfa fullir  aðdáunar á þessa gosa og þiggja allan þennan auð sem óbyggðanefnd Sáda úthlutuðu þeim. Sennilega vakna Bretar ekki fyrr en þessir menn eru búnir að eyðileggja knattspyrnuna í Bretlandi. Nú er kominn tími til að líta bakvið tjöldin og athuga hvaðan þessir peningar koma inn í knattspyrnuna. Stundum spyr maður hvað veröldin þurfi að horfa upp á, áður en farið verður í að endurskipuleggja hvernig auðæfum heimsins eru skipt á milli þeirra sem kúluna byggja. 


mbl.is Arabískur prins hyggst kaupa Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandin er augljós.

Vandi Chelsea er augljós. Það vantar hreinlega meiri peninga inn í félagið. Það er til skammar að láta félag eins og Chelsea vera í fjársvelti. Almenningur í Chukotka þar sem Abromovice er landstjóri og auður Abromovice er upprunninn verður að leggja harðar af sér. Það er til skammar að láta Abromovice vera eins og niðursettning í Lundúnum og eiga lið sem stein liggur fyrir Wigan.
mbl.is Terry hundfúll með spilamennsku Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn að ganga frá áskrift.

Í kvöld hringdi ég í Moggan og gekk frá áskrift. Fréttablaðið er orðið svo lélegt að það flokkast orðið undir gagnlausan snepil sem ekkert er varið í. Það er ekki af einhverri ást á Davíð sem ég gerist áskrifandi. Margt sem hann hefur gert orkar tvímælis og um margt hef ég verðið gjörsamlega ósammála Davíð Oddsyni. Ég spáði því á sínum tíma að þegar Davíð skrifaði ævisöguna þá teldi hann það upp sem hann sæi eftir. Ég spáði því að eitt af því væri hvernig staðið var að kvótasetningu í sjávarútvegi og hvernig framkvæmdin hafi síðan verið á þeim óskapnaði. En Davíð er einn af þeim sem hefur eitthvað að segja og þorir að segja það sem hann meinar. Af svoleiðis mönnum hef ég gaman af. Davíð er allt of ungur til að fara í stæði og bíða elliáranna. Ég vona að Davíð eigi góð ár á Mogganum.
mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband