Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.11.2009 | 14:23
Ég sem ætlaði að nota betur út úr gamla bílnum.
Nú fer ég í smiðju ríkisstjórnarinnar. Í tilefni kreppunnar var ákveðið að láta gamla bílinn duga. En ég sé það nú, að best er að taka lífeyrissjóðslán og kaupa nýjan. Þar með væri framíð landsins að borga nýja og glæsilegan heimilisbíl.
![]() |
Nýtt upphaf markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 13:00
Fínt meðaltal.
![]() |
Ísland fær lægstu einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2009 | 11:48
Jöklabréfafargið, hagnaður útgerðar fyrri ára.
Talið er að u.m.þ.b 600 miljarðar jöklabréfa liggi hér á landi sem farg á þjóðinni. Þessir peningar hefur ríkisstjórn íslands kyrrsett þar sem ekki eru til verðmæti í landinu til að greiða þessi bréf til eiganda sinna. En hvað varð um þessa peninga. Þegar þessi verðmæti streymdu hér inn í landi voru þau prímus mótor í viðskiptum með veiðiheimildir. Bankarnir lánuðu í ómældum einingum þetta fé til kaupa á veiðiheimildum. Verðið á þessum heimildum fóru allt upp í 4500 kr/kg á þorsk kg. Í viðskiptum með þessa froðu sem búin var til í Íslenskum sjávarútvegi mundaðist stór hagnaður hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á bak við þennan hagnað er farg á Íslenskum almenningi upp á marga miljarða króna í formi jöklabréfa. En að tala nú ári eftir efnahagshraunið um það sem mælikvarði á ágæti kvótakerfisins, eða sem skýringa til almennings um að við skulum halda óbreyttu kerfi er ófyrirleitið. Þörfin er þvert á móti knýjandi um að gera breytingar í sjávarútvegi.
31.10.2009 | 15:28
Hvert fór hagræðingin Adólf?
Það er nokkuð áhugavert að bera saman hvernig Norðmenn hafa haldið utan um sín þjóðarverðmæti, borið saman við Ísland. Þannig á Norska ríkið 66,4% í Statoilhydro sem er fyrirtækjaklasi, sem teigir arma sína út um allan heim. Í þessum fyrirtækjaklasa er m.a olíuauðlindir Norðmanna. Sjávarauðlind Íslendinga er 100% séreign í eigu tiltölulega þröngs hóps manna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja það upp hvernig auðlindin lenti til þessa eigendahóps. Eftir bankahrunið og efnahagshruni í okt 2008, er ekki bara eðlilegt heldur sjálfsagt að spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur en gert er í dag? Getum við ekki lært eitthvað af Norðmönnum? Við endurreisn íslensk efnahagslífs hlýtur að eiga að líta til sjávarauðlindarinnar og endurskipuleggja hana frá grunni.
30.10.2009 | 20:52
Hitastig kvótakerfisins komið að suðumarki.
![]() |
Vilja veiða loðnu og meiri þorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 14:35
Til hamingju Alcan.
![]() |
Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2009 | 15:51
Er hagsmunagæsla stóriðja?
![]() |
Fundað um yfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 23:16
Af hverju ekki að fara um borð?
Af hverju fer gæslan ekki um borð og athugar ástand skips og mannskaps. I einu stærsta umhverfisslysi sögunnar vegar þegar Exxon Valdez rakst á rif og ómælt magn af olíu fór í sjóinn, fannst ástæða fyrir því slysi. Skipstjórinn mældist með alcohól í blóði. Í ágúst 2008 sigldi flutningaskip á Mississippi brúana með miklum og alvarlegum afleiðingum. Mikið magn af olíu fór í sjóinn með tilheyrandi eyðileggingu. Sterkur grunur var um að áhöfnin hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. Það er talin ástæða til að stöðva ökumenn og athuga ástand þeirra. Ég held að það væri gott að athuga ástand manna og skipa sem sigla með varhugaverða farma um íslenskt hafsvæði.
![]() |
Gæslan fylgist með olíuskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 22:38
Þökkum Gunnari Tómassyni hagfræðingi bréf til þingmanna.
Það gladdi mitt dapra hjara að heyra það að maður eins og Gunnar Tómasson hafi skrifað öllum þingmönnum bréf þar sem hann gerir þeim grein fyrir að við getum ekki tekið á okkur Icesave reikninginn. Í mínum huga er það eins skýr og mest getur verið að við ráðum ekki við þessa skuldbindingu. Bretar og Hollendingar eiga líka að taka á sig birgði. Þeir hleyptu glæpafyrirtækinu Landsbanka Íslands langt ofan í vasa almennings án þess að lyfta litlafingri. Það var ekki í mínu umboði sem þetta glæpafyrirtæki var með starfsemi í Bretlandi og Hollandi. Frakkar sögðu "þetta var spurning um almenna skinsemi". Þeir hleyptu þessum glæpamönnum aldrei ofan í vasa landa sinna. Þess vegna er ekkert Icesave vandamál í Frakklandi. Vonandi vakna nógu margir þingmenn og stoppa þessa geðveiki sem er verið að kalla yfir íslenska þjóð.