Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég sem ætlaði að nota betur út úr gamla bílnum.

Nú fer ég í smiðju ríkisstjórnarinnar. Í tilefni kreppunnar var ákveðið að láta gamla bílinn duga. En ég sé það nú, að best er að taka lífeyrissjóðslán og kaupa nýjan. Þar með væri framíð landsins að borga nýja og glæsilegan heimilisbíl. 


mbl.is Nýtt upphaf markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt meðaltal.

Það væri að æra óstöðugan að lesa allar þessar einkunnargjafir sem Ísland hefur fengið síðustu ár. Rétt fyrir hrun var mat sumra matsfyrirtækja að horfurnar væru öfundsverðar.Nú eru einhverjir snillingar að meta veðurhorfur Íslenska efnahagskerfisins og er skorið ekki merkilegt. Kannski má segja að ef maður tekur meðaltalið af  öllum þessum matsfyrirtækjum síðust ár sé útlitið skítsæmilega gott. Ég er að spá í að missa ekki svefn yfir Fitch Rating næstu nætur.
mbl.is Ísland fær lægstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöklabréfafargið, hagnaður útgerðar fyrri ára.

Talið er að u.m.þ.b 600 miljarðar jöklabréfa liggi hér á landi sem farg á þjóðinni. Þessir peningar hefur ríkisstjórn íslands kyrrsett þar sem ekki eru til verðmæti í landinu til að greiða þessi bréf til eiganda sinna. En hvað varð um þessa peninga. Þegar þessi verðmæti streymdu hér inn í landi voru þau prímus mótor í viðskiptum með veiðiheimildir. Bankarnir lánuðu í ómældum einingum þetta fé til kaupa á veiðiheimildum. Verðið á þessum heimildum fóru allt upp í 4500 kr/kg á þorsk kg. Í viðskiptum með þessa froðu sem búin var til í Íslenskum sjávarútvegi mundaðist stór hagnaður hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á bak við þennan hagnað er farg á Íslenskum almenningi upp á marga miljarða króna í formi jöklabréfa. En að tala nú ári eftir efnahagshraunið um það  sem mælikvarði á ágæti kvótakerfisins, eða sem skýringa til almennings um að við skulum halda óbreyttu kerfi er ófyrirleitið. Þörfin er þvert á móti knýjandi um að gera breytingar í sjávarútvegi.  


Hvert fór hagræðingin Adólf?

Nú er að ljúka aðalfundi LÍÚ sem ávalt hefur vakið athygli. Á vef LÍÚ er partur úr ræðu formanns Adólfs þar sem hann segir orðrétt "Eftir að kvótakerfinu var komið á og sérstaklega með tilkomu frjálsa framsalsins 1991 tók við mikið umbyltingarskeið í íslenskum sjávarútvegi. Viðvarandi taprekstur vék fyrir hagræðingu og arðsemi" Á vef LÍÚ má finna mikið af upplýsingum úr sjávarútvegi. Það rakst ég meðal annars á upplýsingar um aldur togaraflotans. Þar kemur fram að í árslok 2004 var meðalaldur togaraflotans 23,7 ár , í árslok 2008 er meðalaldurinn 24,1 ár. Þannig er það á hreinu að hagræðingin hefur ekki farið í að endurnýja togskipaflotann. Það er nokkuð augljóst að þörfin fyrir endurnýjun flotans er veruleg.  Ég get ekki séð að hér hafi hafi orðið stórkostleg umbreyting í fiskiðjuverum í landi. Eftir stendur því þessi spurning. Hvert fór hagræðingin Adólf?

Norska ríkið á 66,4% í olíuauðlindinni, Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni.

Það er nokkuð áhugavert að bera saman hvernig Norðmenn hafa haldið utan um sín þjóðarverðmæti, borið saman við Ísland. Þannig á Norska ríkið 66,4% í Statoilhydro sem er fyrirtækjaklasi, sem teigir arma sína út um allan heim. Í þessum fyrirtækjaklasa er m.a olíuauðlindir Norðmanna. Sjávarauðlind Íslendinga er 100% séreign í eigu tiltölulega þröngs hóps manna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja það upp hvernig auðlindin lenti til þessa eigendahóps. Eftir bankahrunið og efnahagshruni í okt 2008, er ekki bara eðlilegt heldur sjálfsagt að spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur en gert er í dag? Getum við ekki lært eitthvað af Norðmönnum? Við endurreisn íslensk efnahagslífs hlýtur að eiga að líta til sjávarauðlindarinnar og endurskipuleggja hana frá grunni.


Hitastig kvótakerfisins komið að suðumarki.

Af hverju skildi LÍÚ vera svona hógværir í tillögum um aukningu kvóta í þorski? Ég held að megin ástæðurnar sé m.a. Að ef kvótinn væri aukinn verulega þá lækkuðu gildi veðanna sem eru í bönkunum stórlega og ógnuðu því eiginfjárstöðu margra fyrirtækja. Útgerðamenn vita að það næst aldrei sátt um það í þjóðfélaginu að ef um verulega kvótaaukningu væri að ræða færi hún alfarið til þeirra sem eiga eignastuðla í dag. Þannig er svo komið að öll þau rök sem segja að það megi auka þorskkvótann verulaga, mega sín lítils því að það mundi raskaði því kerfi sem nú er svo mikið að LÍÚ hefur engan áhuga á . Þannig heldur spenna í þessu kerfi áfram að aukast nánast dag frá degi, sem getur ekki endað öðruvísi en að uppúr sjóði. Leiguverð á kvóta er og hefur verið í þeim hæðum að það hefur oftar en ekki farið yfir söluverð fiskjarins á markaði. Þannig hefur tekist að spenna leiguverðið út í tóma vitleysu. En hefur leiguverðið rekið í þessar hæðir af tilviljuninni einni? Nei, því hefur verið stýrt þangað. Mín tilfinning fyrir þessu kvótakerfi er að það sé að morkna innanfrá. Útgerðamenn hafa ekki verið þektir fyrir sjálfsgagnrýni. Mikið freka að þeir sem bent hafa á augljósa og verulega galla á þessu kerfi, hafa annað hvort verið litlir karlar, eða vitleysingjar. Á meðan útgerðamenn hafa ekki þann áhuga sem til þarf á að ná sátt þið þjóðina , heldur áfram að molna úr þessu kerfi innanfrá  og á endanum hrynur það.  Það gæti gerst á sama hátt og með hrunið á bönkunum þ.e á einum degi hryndi það til grunna.
mbl.is Vilja veiða loðnu og meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Alcan.

Þetta er frábær árangur hjá þeim í Straumsvík. Markmiðið hjá álfyrirtækjum á Íslandi á að  vera að þau séu sem mengunarminnst jafnvel mengunar laus. Hópur mann vinnur skipulega af því að fótumtroða áliðnaðinn í landinu og koma neikvæðri ímynd inn í vitund fólks. Staðreyndin er sú að þetta er iðnaður sem skiptir þá sem þar vinna og þjóðfélagið allt stórkostlega miklu máli. Á íslandi er framleitt ca 1-1,5% af heimsframleiðslunni. Markmiðið á að vera að íslenskir framleiðendur séu  í fremstu röð í heiminum meðal þeirra sem framleiða þessa vöru. Þeir í Straumsvík hafa sýnt góðan árangur og er virkilega ástæða til samfagna þeim og  óska þeim til hamingju.
mbl.is Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hagsmunagæsla stóriðja?

Mig hefur löngum undrað það hversu stórt apparat það er sem er að gæta hagsmuna okkar. Bæði ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru apparöt sem hafa blásið út á síðustu árum. Með tilheyrandi skrifstofuhaldi og mannafla. Þarf það að vera í litlu landi sem Ísland er að það þurfi hundruð manna til að gæta hagsmuna þeirra sem landið byggir? Í þessum apparötum virðist vera sama formúla og í hernaði þ.e fjölgum í hernum og sýnum máttinn. Lítill sjálfsgagnríni virðist vera innan þessa samtaka. Ekki einu sinni nú þegar þörfin til sparnaðar er verulegur. Þannig eru allar líkur á að heilbrigðiskerfið okka skaddist og það jafnvel verulega. En á sama tíma er engin eða lítil krafa um að þessi apparöt skeri fitina af sínum eigin samtökum. 
mbl.is Fundað um yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að fara um borð?

Af hverju fer gæslan ekki um borð og athugar ástand skips og mannskaps. I einu stærsta umhverfisslysi sögunnar vegar þegar  Exxon Valdez rakst á rif og ómælt magn af olíu fór í sjóinn, fannst ástæða fyrir því slysi. Skipstjórinn mældist með alcohól í blóði. Í ágúst 2008 sigldi flutningaskip á Mississippi brúana með miklum og alvarlegum afleiðingum. Mikið magn af olíu fór í sjóinn með tilheyrandi eyðileggingu. Sterkur grunur var um að áhöfnin hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. Það er talin ástæða til að stöðva ökumenn og athuga ástand þeirra. Ég held að það væri gott að athuga ástand manna og skipa sem sigla með varhugaverða farma um íslenskt hafsvæði.


mbl.is Gæslan fylgist með olíuskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum Gunnari Tómassyni hagfræðingi bréf til þingmanna.

Það gladdi mitt dapra hjara að heyra það að maður eins og Gunnar Tómasson hafi skrifað öllum þingmönnum bréf þar sem hann gerir þeim grein fyrir að við getum ekki tekið á okkur Icesave reikninginn. Í mínum huga er það eins skýr og mest getur verið að við ráðum ekki við þessa skuldbindingu. Bretar og Hollendingar eiga líka að taka á sig birgði. Þeir hleyptu glæpafyrirtækinu Landsbanka Íslands langt ofan í vasa almennings án þess að lyfta litlafingri. Það var ekki í mínu umboði sem þetta glæpafyrirtæki var með starfsemi í Bretlandi og Hollandi. Frakkar sögðu "þetta var spurning um almenna skinsemi". Þeir hleyptu þessum glæpamönnum aldrei ofan í vasa landa sinna. Þess vegna er ekkert Icesave vandamál í Frakklandi. Vonandi vakna nógu margir þingmenn og stoppa þessa geðveiki sem er verið að kalla yfir íslenska þjóð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband