Stjórnmálamenn framtíðarinnar biðji Íslenskan almenning afsökunar.

Nú þegar er það tímabær krafa til stjórnmálamanna framtíðarinnar á Íslandi, Bretlandi og í Hollandi  að þeir biðji Íslenskan almenning afsökunar á framkomu sinni . Fjárglæframenn víða um heim hafa gjört þvílíka fjármálagjörninga að miljónir manna bíða skaða af. Að láta allan Icesave pakkann  á herðar Íslensks almennings er ævarandi skömm þeirra stjórnmálamanna sem þar eiga nafn sitt. Það særir réttlætiskennd mína að stjórnmálmönnum nútímans finnist það réttlæti að barnungar dætur mínar skuli fá þennan óþvera reikning. Jóhanna bað afsökunar á þeim stjórnmálamönnum sem voru á vaktinni þegar við sigldum fram af brúninni. Á sama hátt er það krafa mín að stjórnmálamenn sem eiga eftir að taka við vaktinni af núverandi stjórnvöldum á Íslandi í Hollandi og Bretlandi að þeir biðji  Íslenskan almenning afsökunar á núverandi stjórnvöldum. 


mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband