Hvað stendur uppúr á lokaspretti Icesave.

Nú er eitt leiðinlegasta og ömurlegasta máli sem íslensk stjórnvöld hafa þurft að glíma við á enda. Sennilega er ég ekki sá eini sem er ráðvilltur og pirraður við  loka afgreiðslu sem er nú í augsýn. Ég vona að við almenningur fáum góða fréttaskýringu á þessu máli nú strax eftir helgi. Ég bíð eftir að heyra í Jóni Daníelssyni í London og Guðmundi Ólafssyni í HÍ. Það sem stendur upp úr þessari Icesave rugli er að stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi brugðust þegnum sínum. Sömu stjórnmálamenn sem brugðust sínu fólki svona illa, eru nú að setja Íslendingum, fæddum og ófæddum stólinn fyrir dyrnar. Með sín eigin mistök á samviskunni segja þeir "réttlætið á að vera þannig að þetta lendi bara á íslenskum bökum". Það er svo augljóst að Breskt og Hollensk regluverk brugðust. Það að hleypa Landsbankanum þetta langt ofan í  vasa Breskra og Hollenskra þegna án þess að stoppa ruglið, eru mistök þessara þjóða. Þannig mun sagan dæma þessa menn. En þetta eru sömu mennirnir og standa uppi á kassanum í dag og segja "Ég er sá sem þið skulið treysta" og fólkið kýs kallinn á kassanum.
mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband