Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.3.2010 | 12:54
Næst kýs ég Ólaf Ragnar bjóði hann sig fram.
![]() |
Ólafur Ragnar búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 11:52
Upphafið af endalokunum.
Þessi framkoma þeirra Jóhönnu og Steingríms er mikið meira en óafsakanleg. Þetta er sá helgasti réttur sem sérhver maður fær í lýðræðisrík. Að tveir helstu ráðamenn ætli að hundsa þennan rétt og þar með væntanlega mæla með þeirri aðferð er skaðlegt lýðræðinu. Höfum við einhvertímann séð stjórnmálamenn fara útaf teinunum þá er það nú. Ég skal aldrei trúa því að samfylkingarfólk eða VG sætti sig við þessa framkomu gagnvart lýðræðinu. Á kjörseðlinum eru fjórir möguleikar. Já, nei, skila auðu eða ógilda seðilinn. Ef tvíeykið nýtir ekki þennan lýðræðisrétt er það öllum ljóst að pólitískur ferill þeirra sem stjórnmálamanna er lokið.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2010 | 08:09
Rotturnar stökkva frá borði.
![]() |
Setti hús í bandarískt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 10:12
Hvernig túlkar þú niðurstöður kosninganna?
Frá því að ég fór að kjósa fyrir u.m.þ.b 30 árum man ég eftir að blaðamenn hafa spurt, bæði stjórnmálafræðinga og stjórnmálamenn þessarar spurninga. "Hvað þýða niðurstöður þessara kosninga?" Síðan hafa hafa lærðir og leiknir túlkað niðurstöður kosninganna. Það er rétt að spurningarinnar "hvað þýða þessar niðurstöður?, hefur ekki verið spurt þegar kosið hefur verið um hvort opna eigi áfengisútsölu eða ekki. Nú vilja margir að ekki verið kosið um Icesave lögin af því að ekki er hægt að fara með niðurstöður svipað því og þegar greitt er atkvæði um opnun áfengisútsölu. Þvílík fyrra. Þegar ég kýs 6. mars og segi NEI. Þá þýðir það eftirfarandi.
1.Ég hafna yfirgangi Breta og Hollendinga gagnvart þeirri þjóð sem ég tilheyri.
2.Ég hafna því að ábyrgðin á Icesave sé á herðum Íslendinga sem hvergi komu nálægt ákvörðunartöku um Icesave.
3.Ég lýsi vanþóknun minni á hvernig Íslens stjórnvöld hafa haldið á þessu máli.
4.Ég hafna þeirri réttlætiskennd mr. Browns og A. Darlings að réttlætinu sé best framfylgt með því að lát börnin mín og barnabörn þrífa skítinn eftir þá sjálfa.
Þessum skilaboðum vil ég koma á framfæri með atkvæði mínu 6 mar.
![]() |
Fundað með samningamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 22:53
Mistök, mistök og meiri mistök.
![]() |
FT: Bretar eiga að gefa eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 20:48
Stórkostlegt framlag InDefence hópsins.
![]() |
Kosningabaráttan hófst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2010 | 07:57
Of sjúkt til að hægt sé að trúa þessu.
Þetta er í þeim flokki að það er ekki hægt að trú þessu. Af 200 miljörðum með 5,55% vöxtum, (þeim sömu og Bretar ætlast til að við borgum af Icesave) eru vexti rúmlega 30 miljónir á dag. Eða rúmlega 11 miljarðar á ári. Hvað skildu þessir peningar hafa að segja inn í rekstur Heilbrigðisstofnun suðurnesja, sem mikið er í umræðunni í dag. Þessi framkoma Breta er líkust vinnubrögðum handrukkara, gangstera eða glæpamanna. Þetta er of idiotískt til að ég geti trúað þessu.
![]() |
Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2010 | 13:54
Einmitt það sem okkur vantaði.
Það er margt sem vantar í Íslenskt samfélag í dag. Þetta var einmitt það sem okkur bráð vantaði, banka. Það er gott að þurfa ekki að efla Landhelgisgæslu, heilsugæsluna og menntakerfið. Nú kaupum við okkur banka. Svona er Ísland í dag
![]() |
Ríkið vill eignast Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2010 | 12:33
Rýnt í botlaust hyldýpi.
Kannski er það eitt aðalverkefni þingmanna í Bretlandi og annarstaðar að leita af réttlæti. Hvað skildi þessum þingmönnum finnast um Icesave. Skili þeim finnast það vera réttlætið að börnin mín og önnur íslensk börn borgi Icesave? Einhver sagði á sínum tíma að "eftir því sem ég kynnist mönnunum betur þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn" Það er stundum sem að horfa í botnlaust hyldýpi þegar rýnt er í réttlætiskennd sumra manna.
![]() |
Fjórir breskir þingmenn ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2010 | 09:05
Heill forseta vorum, húrra húrra húrra.
Mér er það minnistætt þegar landslýður beið eftir þeirri sýn við þingsetningu að Davíð Oddson segði. "Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra húrra húrra". Nú í miðum efnahagsstorminum tek ég heilshugar undir þessi orð. Það hefur sýnt sig að ríkisstjórnin hefur unnið vægast sagt illa í þessu Icesave rugli. Réttlætið hefur verið aukaatriði, niðurstaða hefur verði þessi. Gerum nákvæmlega eins og Bretar og Hollendingar vilja og segja. Þó að þetta sé í vitund þjóðarinnar ekki aðalstarfs forseta að vinna í skítamálum eins og icesave. Þá verð ég að lýsa aðdáun minni á hvernig Ólafur hefur komið inn í þetta mál og staðið sig eins og hetja. Ég hélt að það yrði ekki örlög mín að hæla Ólafi upp í hástert. En hann virðist vera sá er vinnur þá vinnu sem ríkistjórn Jóhönnu Sig. átti að vinna. Kannski er skýringin sú að Jóhann og Össur voru munstruð á dallin sem sigldi fram af brúninni. Það er neyðarleg staða að við sjálfstæðismenn þyrftum að koma saman sérstaklega og hrópa þefalt húrra fyrir forseta vorum.
![]() |
Það er verið að kúga okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)