Heill forseta vorum, húrra húrra húrra.

Mér er það minnistætt þegar landslýður beið eftir þeirri sýn við þingsetningu að Davíð Oddson segði. "Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra húrra húrra". Nú í miðum efnahagsstorminum tek ég heilshugar undir þessi orð. Það hefur sýnt sig að ríkisstjórnin hefur unnið vægast sagt illa í þessu Icesave rugli. Réttlætið hefur verið aukaatriði, niðurstaða hefur verði þessi. Gerum nákvæmlega eins og Bretar og Hollendingar vilja og segja. Þó að þetta sé í vitund þjóðarinnar ekki aðalstarfs forseta að vinna í skítamálum eins og icesave. Þá verð ég að lýsa aðdáun minni á hvernig Ólafur hefur komið inn í þetta mál og staðið sig eins og hetja. Ég hélt að það yrði ekki örlög mín að hæla Ólafi upp í hástert. En hann virðist vera sá er vinnur þá vinnu sem ríkistjórn Jóhönnu Sig. átti að vinna. Kannski er skýringin sú að Jóhann og Össur voru munstruð á dallin sem sigldi fram af brúninni. Það er neyðarleg staða að við sjálfstæðismenn þyrftum að koma saman sérstaklega og hrópa þefalt húrra fyrir forseta vorum.


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta á ekki að eiga skilt við nokkurn flokk við eigum í stríði við umheiminn og þú flokksgerir þetta ekki gott. Samt sem áður segi ég líka húrra húrra hrúrra!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Staðreyndin er sú að íslenska ríkisstjórnin hefur misreiknað og mismetið þetta mál og engan veginn áttað sig á hvað er í gangi. Í stað þess að taka sér stöðu með þjóðinni, hefur hún því miður gengið í dómarahlutverkið og dæmt víti á eigin lið.

Ég styð Ólaf Ragnar í þessari baráttu. Hann er okkar rödd í samræðu við umheiminn og tekur þetta með keppnisanda, í stað uppgjafarvælsins sem heyrist frá pólitískum fulltrúum þjóðarinnar.

Hrannar Baldursson, 30.1.2010 kl. 09:53

3 identicon

Já HEILL forseta vorum, maður sem þorir og hefur sannarlega unnið aftur hug og hjarta margra sem hallmæltu honum áður. Húrra

Ríkisstjórnin er og hefur alltaf verið ANDSNÚIN heimilunum þrátt fyrir fögur fyrirheit og sýnt það með auknum álögum á fólkið í landinu, enda stefnan að koma öllum eignum fólks til bankanna, því þá verða þeir væntanlega verðmeiri og auðveldari í sölu til erlendra auðjöfra

Biggi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 12:32

4 identicon

 Nú er lag, að hefja hvassa sókn!

ÓRG er að gera góða hluti núna.  Hann hefur gert iðrun og fylkir nú með þjóðinni.  Af hverju fylkir 4-flokkurinn ekki með forsetanum og þjóðinni?  Hverra erinda gengur 4-flokkurinn? 

Við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.

Hvers konar þingmenn vilja ganga erinda fjár-glæpamanna, en gegn forseta og þjóðinni?

Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum.  Eða vilja einhverjir þingmenn beinlínis ganga gegn forsetanum og þjóðinni?

Ég hef þá trú að þeir muni allir iðrast að lokum og snúa af villu síns vegar og muna að þeir sitja á þingi fyrir þjóðina og segja...að lokum...NEI!

Við segjum öll NEI!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stoppum bankana í þessari gereyðingu þeirra á hendur skuldurum sem þurfa á hjálp að halda og ofurlaunastefnu þeirra.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband