Mistök, mistök og meiri mistök.

Síðustu ár hafa íslensk stjórnvöld gert stórkostleg mistök. Þessi mistök urðu til þess að að hér hrundi efnahagskerið til grunna. Stór hluti af þeim sem höfðu áhrif og voru í æðstu stjórnunarstöðum Íslands fyrir hrun, steig síðan fram í síðustu kosningum  og báðu um traust þjóðarinnar. Kinnroðalaust stigu þau fram og sögðu "okkur er best treystandi". Hvað gerir þjóðin? Kýs þetta sama fólk. Hvað erum við að upplifa nú? Röð stjórnunarlegra mistak, mistök á mistök ofan. Ég ætla að nefna hér nokkur nöfn. Af tugþúsunda sjálfstæðismanna velst Kjartan Gunnarsson til eins mikilvægasta stjórnunarstarfs innan sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Gunnarsdóttir sem sagði að þeir erlendu hagfræðingar sem deildu á Íslenska efnahagsundrið væru aular sem ekkert skildu og þyrftu að fara í endurmenntun. Hvað gera sjálfstæðismenn? Þeir kjósa hana aftur sem varaformann. Æðsti yfirmaður viðskipta fyrir hrun Björgvin Sigurðsson sem bar höfuð ábyrgð á íslensku viðskiptalífi bað kjósendur um traust. Hvað gerðu kjósendur? Þeir kusu hann og treystu engum betur. Ég ætla að sleppa því að minnast á Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttir. Sú spurning verður æ áleitnari hvort kjósendur séu ekki mesta vandamálið á Íslandi. Á meðan kjósendur horfast ekki í augu við ábyrgðina halda mistökin áfram og verða verri og verri, stærri og stærri.  
mbl.is FT: Bretar eiga að gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband