Stórkostlegt framlag InDefence hópsins.

Umfram allt hefur þessi hópur verið faglegur. Margir hafa verið að reyna að hengja pólitískan stimpil á hópinn, svona uppa á gamla mátann og gömlu vinnubrögðin í pólitíkinni. Þessi ágæti hópur hefur fyrst og fremst verið faglegur og sýnt fagleg vinnubrögð. Eflaust krossa þessir drengir við ákveðna flokka í kosningum. Ég nenni ekki spá í það, reyni frekar að hlusta á hvað þeir hafa að segja. Það er ekki vafi í mínum huga að þegar sagan dæmir þennan hóp þá skorar hann hátt. Ég held að við getum sameinast um að þakka þessum varnarjöxlum vel unnin störf.
mbl.is Kosningabaráttan hófst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2010 kl. 00:27

2 identicon

Hvernig geturðu sagt það!! Þetta eru allt bullandi pólitíkusar, sem hafa verið með viðbjóðslega einstrengingslegan áróður. Það eina sem þeir hafa áorkað er að málið er ennþá óleyst 15 mánuðum eftir fyrstu samningsdrögin sem þáverandi ríkisstjórn samdi.

    HELDUR ÞÚ EKKI AÐ STJÓRNVÖLD HVERJU SINNI REYNI EKKI AÐ HALDA UPPI VÖRNUM FYRIR ÍSLANDS HÖND!!!, eftir fremstu getu. 

   Síðan minnistu á pólitík, og að þú nennir ekki að minnast á hana.  Það er nefninlega málið. Það er að sjálfsögðu pólitík að minnast ekki einu orði í þeirra málfutningi hvaða viðbjóð íslensk stjörnvöld, og bankar sýndu árin fyrir hrun. Ekki veit ég betur en að einn meðlimur var síðan rekinn úr Seðlabank fyrir gjaldeyrisbrask....frekar pínlegt.

Þeir draga í og úr, um hvað þeir vilja fara. Stundum  eigum við ekki að borga neitt, og stundum er þetta spurning um vexti. 

    ...það er bara ekki heil brú í því sem þeir segja, því miður!!!!!!......nema maður sé hvítvoðungur, þá kannski væri hægt að sannsæra mann.

Bárður (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 01:42

3 identicon

Sjálfstæðismenn, samfylkingin, VG og Framsóknarmenn hafa gert mikil mistök í þessu Icesave máli. Rétta leiðin  upp úr pyttinum  er ekki að far í gömlu pólitísku skotgrafirnar og spyrja fyrst hvar þessir menn eru í pólitík eða í hvaða blóðflokki þeir eru. Það er gamla pólitíkin. Reyndu að losa þig undan þessari gömlu og úreltu pólitík Bárður. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband