Innrás í karlaklefann.

Þegar ég var í sundi fyrir nokkrum dögum í Laugardalnum og var að klæða mig eftir pottalegu og sundtúr birtist kona inni í karlaklefanum. Konan labbaði nokkuð vasklega inn í klefann en hefur eflaust fundist eitthvað vera öðruvísi. Hún snéri síðan við þegar hún áttaði sig á að hún var í röngum klefa. Ekkert uppistand varð í karlaklefanum við þessa óvæntu heimsókn konunnar. Menn héldu áfram að klæða sig eins og ekkert í hafi skorist. Eftir að konan var farinn út leit ég yfir klefann til að sjá hver klæðastaðan var almennt. Ég myndi áætla að meðalklæðastaðan hafi verið brók og bolur. Það má segja að hún hefði getað verið verri, eða betri eftir hvernig á er horft. Ég hafði ímyndað mér að ef þetta gerðist þá myndi kona jesúsa sig og hoppa hæð sína ef hún væri kominn inn í miðjan karlaklefann. Nei, þessi leit ofurrólega yfir eins og hún væri á hrútasýningu á ströndum og labbaði síðan út þegar hún hafði áttað sig. Í Árbæjarsundlaug í kvöld fór ég að velta því fyrir mér hver viðbrögðin væru ef karl labbaði óvart inn í kvennaklefann. Skildi karlinn jesúsa sig? Eða hver væru viðbrögð kvennanna? Ef ekki hefði komið helvítis kreppan og háskóli verið kominn inn á alla firði svipað því þegar skutogararnir komu, hefði verið upplagt að gera rannsókn á þessu. Ég sé fyrir mér góða b.a. eða jafnvel masters ritgerð sem héti. "Mismunandi viðbrögð karla og kvenna við að fara í rangan klefa í sundi" Ég er viss um að það væri hægt að stunda miklar rannsóknir á þessu viðfangsefni. Hugsanlega gæti komið út úr sona rannsókn að jafnrétti væri ekki stærðfræðilega mögulegt þar sem kynin væri svo ólík í eðli sínu. Hver veit nema að sá tími koma að einhver taki þetta verkefni fyrir.

Allt upp á borð.

Það er algjör forsemda fyrir endurreisn efnahagslífsins að allt sé uppi á borðum. Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svía lagði á það mikla áherslu þegar hann kom hér fyrst eftir hrunið. Hann var ekki bara að tala kjark í Íslenska þjóð, þar fór maður með reynslu af kreppu og leiðina út úr henni. Það virðist eiga að fara þá leið hér á landi að halda upplýsingu innan fámenns hóps og passa að almenningur komist ekki að hinu sanna. Íslenskt andrúmsloft fer að verða það eitrað að það er útilokað. Kaupþingsmenn eru aumkunarverðir að hóta lögsókn. Íslensk þjóð vill fá að vita hvað gerðist hér á landi. Hér myndast byltingarástand ef þessu heldur fram sem horfir.
mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál leyst með bjór.

Geta bjórframleiðendur fengið betri auglýsingu? Upp kemur vandamál og forsetinn leysir málið með bjórsulli í Hvítahúsinu. Af hverju fá mennirnir sér ekki sígarettu líka til að fullkomna lausnina. Bjórauglýsendur hafa verið hálir sem álar í aðferðum sínum við að koma vöru sinni til neytenda. Sennilega verður komið stórt flettiskilti með þessari mynd á hverju götuhorni í Reykjavík innan tíðar. Verst var að skiltin gátu ekki komið upp nú fyrir verslunarmannahelgi til að minna á að kaupa svolítið áfengi áður en lagt er að stað. Skildi Barack Obama leysa heilbrigðisvandan í Ameríku með þessari aðferð? Ekki veitti af miklu magni af bjór þegar það vandamál verður leyst ,því eins og allir vita er heibrigðisvandinn þar á bæ risavaxinn.
mbl.is Sáttabjór með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til ungra sjálfstæðismanna.

Það hefur verið árlegur viðburður þegar skattskráin hefur komið út að ungir sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og mótmælt því að skattskráin skuli vera opin. Sem sjálfstæðismaður í áratugi skora ég á unga sjálfstæðismenn að láta það ógert í ár. Græðgi einstakra manna í auð hefur verið þvíumlík að þjóðfélagið er nánast gjaldþrota. Það er meir en sjálfsagt að það liggi frami hvað menn og fyrirtæki eru að greiða í sameiginlegan sjóð okkar allra. Ef ungir sjálfstæðismenn fara fram með sama hætti og undanfarin ár verða þeir eins og jókerarnir í stokknum. Það er svo sjálfsagt að þessi skrá liggi frami og í raun ætti hún að vera aðgengileg á netinu.
mbl.is Hreiðar Már greiðir mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvoru megin við rimlana á Kjartan Gunnarsson að vera?

Þessi saga og þessi ferill bankans er að verða ótrúlega sorgleg. Næst æðsti maðurinn í bankanum þ.e varaformaður stjórna heitir Kjartan Gunnarsson. Á síðast landsfundi var stór hópur manna sem treyst þeim manni best manna til að fara með eina mestu trúnaðarstöðu innan sjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu þarf að koma þessum manni út úr miðstjórn hafi hann ekki vit á að segja af sér hið fyrsta. Flokkurinn verður aldrei sterkur aftur ef forystan ætlar að hunsa vilja hins almenna sjálfstæðismanns. Þetta er að verða þung byrði fyrir flokkinn  að drattast með lík í lestinni. Bara það að Kjartan þessi skuli vera í miðstjórn flokksins gerir flokkinn ótrúverðugan í þeim erfiðu og flóknu verkefnum sem við er að eiga þessa daganna. 


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrefalt húrra fyrir RÚV.

Nú er að ljúka Íslandsmeistaramótinu í höggleik. Sjónvarpið hefur verið á staðnum og gert því góð skil. Að vísu eiga þeir hjá ruv mikið ó lært miðað við starfsbræður þeirra hjá BBC, en þeir stóðu sig samt vel. Verið var að krýna íslandsmeistarana þau Valdísi Skagastúlku og Ólaf Björn sem sýndi í lokin golf í heimsklassa. Það var ekki hægt annað en að heillast af þessu glæsilega unga fólki. Til hamingju Ólafur Björn og Valdís. 

 


Er þetta traustvekjandi?

Sumt samþyggjum við með glöðu geði, annað samþyggjum við, en að samþyggja og vera samt á móti er eitthvað sem hljómar ekki trúverðugt. Þetta er það sem við almenningur höfum fengið að upplifa í umræðunum um aðildarumsókn að ESB. Þannig voru það nokkrir þingmenn sem samþykktu aðildarumsókn en vor samt á móti. Nú vill Jón Bjarnason ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frest umsókn að ESB. Meðan Samfylkingin sækir tvisvar um aðild að ESB, fyrst Guðmundur Árni síðan Össur í vikunni á eftir, er einn ráðherra í ríkisstjórninni  sem vil frest umsókn. Aldrei er mikilvægara en nú að almenningur hafi það á tilfinningunni að stjórnvöld haldi traustum höndum um stjórnartaumana og sé samheldin í aðgerðum sínum. En mikið ofsalega finnst mér að vanti upp á að svo sé. Við höflum lifað við óstjórn síðustu ár. Ég sé ekki betur en það haldi áfram með ófyrirséðum afleiðingum.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostaði þessi umsókn?

Kostaði þessi umsókn miljarð eða var það umsóknin sem Guðmundur Árni afhenti? Eða kostaði hvor um sig miljarð?
mbl.is Afhenti Svíum aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Glæsileg lending í Icesave"

Hver sagði þessi orð? Mig minnir að það hafi verið sjálfur fjármálaráðherrann okkar sem viðhafði þessi orð fyrir nokkrum vikum. Nú á ég og börnin mín að borga 2 miljarða í breska lögfræðinga. Málið fer að taka á sig hinar furðulegust myndir. Það er ekki einu sinni hægt að vera reiður. Þetta líkist meira einhverjum brandara eða farsa. Það hvarflar ekki að mér að alþingi samþyggi þennan samning. Ég er farinn að draga í efa að Steingrímur J. samþyggi hann.
mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur flýtur ofaná eins og korktappi.

Það er með ólíkindum að stjórnmálamaður sem var í þeirri ríkisstjórn sem sigldi skútunni í strand skuli nú vera í því hlutverki sem hann er í í dag. Hvernig Össur flýtur ofaná á eins og korktapi, er í lykilhlutverki með afdrif lýðræðisins sem við komum til með að búa við hér á landi um ókomna tíð. Það verður vandasamt og erfitt verk að vera utanríkisráðherra á næstu misserum. Að ég treysti þessum manni til að fara með það vandasama hlutverk, vantar ótrúlega mikið uppá í mínum huga.Að okkur hafi ekki borið sú gæfa að gera verulega endurnýjun á mannskap við endurreisnina. Nei, við veljum sama mannskapinn og keyrið þjóðfélagið í kaf. Ótrúlegt.
mbl.is Ræðir við Bildt um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband