Látið börnin mín í friði.

Nú þegar skólarnir eru að byrja sjáum við foreldrar greinilega hvernig markaðurinn fókuserar á börnin okkar. Verslunin kynnir ýmis tilboð á skólavörum fatnaði og fl. Þetta er vel og gott fyrir okkur foreldra að vita að það ríkir einhverskonar samkeppni á markaðnum. En það tekur steininn úr hvernig markaðs settning á bjór er áberandi. Í mínum huga er það engin spurning að bjórframleiðendur eru að höfða til skólakrakka. Þetta er bannað með lögum, en framleiðendur virðast gefa stjórnvöldum fingurinn. Börn eiga að fá að vera í friði á unglingsárum fyrir fagurgala bjórauglýsinga. Ef við foreldra þurfum að horfa upp á þetta áfram skora ég alla sem láta sig málið varða að setja þá framleiðendur í viðskiptabann og kaupa ekki vörur þeirra sem hundsa lög um áfengisauglýsingar. Ég var að skrá mig á vef sem heitir www.foreldrasamtok.is. Ég sé ekki betur en þessi vefur sé nokkuð gallaður. Hann verður að vera gagnvirkur. Þarna eru engin símanúmer og engin netföng. Ég vona að einhver sem hefur með þennan vef gefi sig fram. Við þurfum að vinna faglega að  þessu verkefni. Sýnum framleiðendum að við líðum ekki að börnin okkar séu "target" fyrir bjórdrykkju.

Kvótinn út fyrir sviga.

Það er athyglisvert hvernig kvótinn er tekinn út fyrir sviga í efnahaghruninu á Íslandi. Bankarnir hafa ekki leyst til sín eitt gramm af kvóta frá því í okt á síðasta ári. Dæmið í Grundarfirði er sennilega það sem er hvað mest æpandi þar sem útgerðin skiptu um kennitölu og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Skuld útgerðafélagsins upp á tíu miljarða var skilin eftir í gamla félaginu. Nýja félagið heldur kvótanum bátunum og að sjálfsögðu arðinum. Ástæðan fyrir að kvótinn er tekinn út fyrir sviga og virðist heilagur hjá skilanefndunum er tvær. Annarsvegar er kvótinn veðsettur útlendingum og þeir ráða yfir honum. Hins vegar forðast bankinn að leysa til sín kvóta af því að hann veit ekkert hvað hann á að' gera við hann þ.e kvótann. Á hann að selja einhverjum öðrum hann, hver getur keypt? Á bankinn að lána einhverjum öðrum fyrir honum? Bankinn getur ekki lánað neinum fyrir kvóta. Bankinn er búinn að lána einu sinni fyrir kvótanum (allt upp í 4500 kr/kg) og getur als ekki lánað aftur fyrir sama kvótanum. Þess vegna fer bankinn þessa leið að taka kvótann út fyrir sviga.
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fellur Man. City ekki bar í álit.

Upplýst hefur verið að City sé búið að kaupa leikmenn fyrir 200 m.punda. Ef við Íslendingar ætluðum að greiða þetta fyrir City (Við ætlum jú að taka á okkur stóra skuld fyrir Breta) þá þyrfti hver Íslendingur að greið 130.000 kr. Þannig þyrfti heimilið mitt (fjögur í heimili) að greið 500 þúsund í þetta þarfa þing. Hvað ætli sé hægt að fóðra marga svanga litla munna fyrir þessa upphæð. Það er ljóst að City fellur í áliti út um allan heim við þessa heimsku. Ég er sannfærður um að þetta færir þeim engan til, heldur sanni hið fornkveðna að margur verður að aurum api.
mbl.is Mark Hughes: Augu allra eru á City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju blikkuðu engin ljós?

Til baka litið sjá allir að bankastarfsemin hér á landi var eins og ævintýrið um nýju föt keisarans. Landsbankinn bauð Bretum útblásna vexti á Ice-savereikninga, fór m.a til Íslands með peningana og lánuðu útgerðinni peninga til að kaupa óveiddan fisk í sjónum. Útgerðin greiddi allt að fjögurþúsund kr pr kíló. Það var vitað að söluverið af þessu kílói seldu á markaði  dugði ekki fyrir vöxtunum af láninu, hvað þá meira. En þessir peningar áttu m.a að standa undi þessum bólgnu vöxtum til handa Bretum. Á þessum tímapunti áttu að sjálfsögðu öll ljós að blikka og allar sírennur að væla. Nei, á þeim tíma fóru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún vestur og austur um haf til að markaðasetja þá ímynd að bankakerfið á Íslandi stæði á traustum fótum. Íslenskir stjórnmálamenn bera mikla ábirgða á þessu skelfilega ástandi sem hér ríkir. En Breskir og Hollenskir stjórnmálamenn gera það líka. Icesave illgresið fékk að vaxa í garðinum þeirra án þess að þeir  aðhöfðust nokkuð. Nú virðis sem svo að það sé að aukast skilningu grannþjóða okkar á að verið sé að beit Íslenskum almenningi harðræði, vegna smæðar landsins. Sennileg er þáttur indefence hópsins þess verðugur að Ólafur Ragnar hætti að hengja fálkaorður á nokkra aðra en þá sem standa   vörnina í þessum Icesave harmleik .
mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri erlenda sérfræðinga.

Það kemur æ betur í ljós hvað íslenskir stjórnmálamenn og íslensk stjórnvöld  eru vanmáttug gagnvart þessu risavaxna verkefni sem efnahagshrunið og fylgifiskar þess eru. Með tilkomu Evu Joly voru ákveðin þáttaskil í málinu. Nú gefur þessi ágæti sérfræðingur Lee Buchheit okkur ráð sem er útilokað annað en að fara eftir. Þurfum við ekki fleiri erlenda sérfræðina til að aðstoða okkur?
mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gola í seglin.

Þrátt fyrir að engin áróður héðan frá Íslandi um að það séu fleiri stjórnmálamenn en íslenskir sem beri ábirgð á Icesave ruglinu, virðis svo vera að nágrannaþjóðir okkar séu að átta sig. Ofsi Breskra og Hollenskra stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um að breiða yfir sín eigin mistök. Það eru yfirleitt endalok stjórnmálamanna ef á þá sakast að þeir hafi gert stórkostleg mistök. Það er þungur dómur fyrir stjórnmálamenn að fá þann dóm að hafa gert stórkostleg mistök sem kosta skattgreiðendur stórar upphæðir. Um þetta hefur málið snúist fyrst og fremst. Leikur þeirra Bresku og Hollensku var að fórna Íslandi. Stórmannlegt? En af hverju hefur ekki verið sterkur áróður héðan frá Íslandi að fleiri stjórnmálamenn séu ábirgir? Kann ástæðan að vera sú að hér heima eru þetta að stórum hluta sömu stjórnmálamenn og horfðu á Icesave illgresið vaxa í garðinum án nokkurra afskipta. Eða man kannski einhver eftir þeim ráðherrum  í ríkisstjórninni sem voru í stjórninni þegar allt hrundi og heita Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Skildu þessir stjórnmálamenn vilja þá umræðu  að orsök Icesave ruglsins sé fyrst og fremst á ábirgð stjórnmálamanna sem brugðust okkur kjósendum hér á Íslandi, Bretlandi og Hollandi.
mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Hvalfjarðargöngin ástæðan fyrir slæmu gengi Skagamanna í fótbolta?

Það er sárt fyrir okkur gamla Skagamenn sem hafa fylgst með fótboltanum á Akranesi síðustu áratugi að horfa upp á gengi liðsins í fótbolta. Það dugði ekkert að fá gamla jaxla eins og Guðjón Þórðarson, leiðin hefur verið beint niður síðustu ár. Ekki er nóg með að liðið hafi fallið um deild á síðustu leiktíð heldur er það að berjast neðst í fyrstu deild. En hver er skýringin? Kann skýringin að liggja í Hvalfjarðargöngunum. Hér áðurfyrri var Akranes langt frá Reykjavík. Nú er Akranes orði meira eins og hverfi í Reykjavík og ætti kannski að vera sama sveitarfélag. Ég var að sjálfsögðu hund óánægður með jafntefli við Aftureldingu nú á föstudaginn. Menn lifa ekki af forni frægð. Hver er íbúatalan í Mosó og hver er íbúatalan á Akranesi? Á milli tvö og þrjú þúsund fleiri búa í Mósó heldur en á Skaganum. Af hverju ætti ungur strákur sem býr á Skaganum að spila með Skagaliðinu ef þeir í Mosó bjóða honum pínulítið meira? Ég hef stundum hugsað til þess hversu atvinnumarkaðurinn hefur breyst síðustu ár. Sigurður Sigurðsson var sennilega  fyrsti Skagamaðurinn sem bjó á Akranesi en vann í Reykjavík. Tók hann Akraborgina kvölds og morgna. Þótti okkur á Skaganum þetta nokkuð merkilegt og var rætt manna á meðal. Nú veit enginn hversu margir búa á Akranesi og vinna í Reykjavík og öfugt. Á sama hátt er þetta með knattspyrnumannamarkaðinn, þetta er orðið eitt svæði. Á þessu stóra sæði, Akranes til og með Keflavíkur, austu á Selfoss og öll sveitarfélög þar á milli er kannski mesti áhrifavaldurinn á gengi liðanna, gömlu (góðu/vondu) peningamennirnir. Þannig er engin spurning að kvótapeningar eru í Grindavík, Fl (Hannes Smárason) í Fram og Björgólfur í KR. Þannig hafa rekstraraðilar og stjórnendur félaganna aldrei haft eins mikið vægi og nú. Það að Akranes færðist nánast til Reykjavíkur í júlí 98 og það að stjórnendur hafa ekki tekið á þessu breytta rekstrarumhverfi er í mínum huga líklegast skýringin á þessu slæma gengi liðsins. En krafa okkar sem hafa og fylgjast með Skagaliðinu hefur ekkert breyst. Krafan er að liðið berjist á toppnum í efstu deild.   

Virðing fyrir náttúrunni og hverju fleira?

Hér er á ferðinni fólk sem ber svo óskaplega virðingu fyrir náttúrunni að það finnur sig knúið til aðgerða. En hvað með virðingu fyrir lögreglunni og fólki sem sem er að vinna vinnuna sem það er kosið til. Hvað með virðingu fyrir fólki sem fagnar þessum samningi sem NA var að gera í iðnaðarráðuneytinu? Þetta er sorglegt.
mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáaurar.

Ef þessum verðmætum er skipt jafnt niður á alla Íslendinga þá eru þetta rétt rúm 300.000 þúsund á mann. Samkvæmt Ice-save reikni mbl.is þá þarf her Íslendingur að greiða 1.500.000 kr ef 50% af eignum LÍ innheimtast. Þannig þarf 5 ára afrakstur sjávarauðlindarinnar til að greiða  Icesave. Í þessi 5 á verða engin laun greidd, engin rekstrarkostnaður vegna sjávarauðlindarinnar allt færi í Ice-save. Þessar tölur eru svo absúrd að það er ekki hægt að henda reiður á þær. En að sjálfsögðu fer afraksturinn úr sjávarauðlindinni ekki í að greiða Ice-save. Hann fer í að greið hagræðinguna þ.e þeir sem keyptu aflaheimildirnar þurfa að greið þeim sem áttu þær. Allt upp í 4500 kr/kg. Kannski er ekkert nema svartsýni í mínum huga á þessum annars ágæta föstudegi. En hlutirnir eru svo sorglegir. Til að mæta þessu rugli er síðan verið að skera niður nokkrar krónur í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.  
mbl.is Aflaverðmæti nam 99 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáflokkadauði.

Það er ekki einleikið hvað nýir flokkar eru skammlífir í íslenskri pólitík. Síðan ég fór að fylgjast með pólitík (sem mælist í áratugum) hef ég upplifað dauða ótrúlega margra flokka. Ég hef fylgt sjálfstæðisflokknum í þessa áratugi. Í síðustu kosningum skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á blogginu. Það var erfitt en ég gerði það samt. Ég tel það hlutverk mitt fyrst og fremst að leggja sjálfstæðisflokknum lið. Það er ótrúlega margt sem þarf að laga þar á bæ en ég get ekki horft upp á að ill öfl kunningjakerfis og spillingar nái undirtökum í flokknum. Þess vegna er það hlutverk mitt og hins almenna sjálfstæðismanns að taka til hendinni . Brýnast verkefnið nú fyrir haustið er að koma Kjartani Gunnarssyni út úr miðstjórn og öllum áhrifum hans innan flokksins. Það verður í mínum huga prófsteinn á hvernig til tekst með áhrif hins almenna óbreytta flokksmanns á endurbótastarf flokksins.


mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband