Er Steingrímur J. að bregðast okkur?

Allir sjá hversu erfitt verkefni það er sem Steingrímur hefur fengið til úrlausnar. En mér finnst eins og Steingrímur standi ekki undir því verkefni. Hann byrjar á að finna gamlan allaballa og vopnabróðir til að semja við Breta. Hann lætur hafa  eftir sé orðrétt ."Glæsilegur endir í Icesave". Síðan leggja stjórnvöld ofuráherslu á að við verðum að vinna okkur "good will" í útlöndum. Hjá hvaða mönnum? Þeim sömu og brugðust að setja regluverk um fjármálakerfið. Viljum við sækja "good will" til Gordon Brown? Nei, bíðum eftir því að Breskir kjósendur hendi mr.Brown út úr no 10. Eina vonin er nú  að Íslenskur almenningur sýni umheiminum að við látum ekki kúa okkur. Þetta er ekki spurning um að Icesave hverfi. Þetta er spurning að birgðunum og orsökunum af lélegri stjórn vesturlanda síðustu misserin verði réttlátlega skipt. Því fyrr sem Steingrímur sér að hann er að vinna gegn þjóðarvilja, eykur það möguleika hans á að eiga pólitískt líf inn í framtíðina.
mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að hafa mann eins og Ögmund á þingi.

Sem sjálfstæðismaður í áratugi segi ég með góðri samvisku að það er gott að hafa menn eins og Ögmund á þingi. Burt séð frá pólitískri sýn á þjóðfélagið þá vil ég að þingmenn sé heiðalegir og það sé hægt að skilja þá. Undir þá skilgreiningu fellur Ögmundur. Ég vona að við fáum að njóta starfskrafta Ögmundur á þingi um ókomin ár.
mbl.is Ögmundur sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þessa konu verður hlustð í framtíðinni.

Það þar stundum kjark til að standa við eigin samfæringu. Þrýstingurinn frá hópnum um að spila í liðinu og gera eins og foringinn segir er fyrirkomulag sem við þekkjum. Hjarðhegðun þingmanna þar sem von um ráðherrastól er engin ef þær falla ekki að skoðunum foringjans. Við þekkjum afraksturinn, hrun bankakerfisins og efnahagskerfisins. Ég held að Lilja hafi unnið sér þann sess í huga fólks að hún láti eigin samfæringu ráða. Því held ég að á Lilju verði hlusta burt séð frá því hvort menn eru sammála henni eða ekki.
mbl.is Lilja sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúrkurinn fundin.

Þar loks fannst skúrkurinn. Það voru  þá ekki Íslensk börn fædd og ófædd. Það er Gordon Brown sjálfur. Hann er rislítill forsætisráðherra Breta sem sér réttlætið í því að gera Íslendinga að fátækraþjóð til að leiðrétta eigin misgjörðir.
mbl.is Bernanke gagnrýnir Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau komust lífs af.

Þau komust lífs af Jóhanna Sig. og Össur Skarp þegar ríkisstjórnin sigldi fram af brúninni í okt 2008. Þau vissu ekkert hvað var að gerast. Þau heyrðu það í fréttum að Íslenskt efnahagslíf væri hrunið til grunna. Af óskiljanlegum ástæðum var þessu sama fólki trúað fyrir því að sigla okkur út úr þeim ógöngum sem við lentum í. Það fer um mann hrollur þegar Icesave fer um hendur þessa sama fólks. Þau segja "samþiggjum þetta bara" þá verður allt svo gott á eftir. Þótt sterkar líkur séu á að börnin okkar verði í efnahagslegri ánauð Breta og Hollendinga í komandi framtíð. Það er tilfinning mín að þetta sama fólk hafi enga tilfinningu hvað það þýðir að samþiggja Icesav, frekar en það vissi ekkert hvað var að gerast í okt 2008. Því er það fagnaðarefni að fá eigi erlenda aðila til að leggja mat á Icesave samningana.
mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafan er þjóðaratkvæðagreiðsla.

Hér logar allt í ófriði á komandi árum ef ekki verðu við ósk tugþúsunda Íslendinga að fá að greiða atkvæði um Icesave frumvarpið. Það er óþolandi að ætla að kaupa góðvild hjá erlendum stjórnmálamönnum og embættismönnum sem bera stóra ábirgð á þeim hamförum sem hér er og viða í hinum vestræna heimi. Með tímanum fjarar undan þessum mönnum. Vonandi er áhrifatími Gordon Brown mældur í fáum mánuðum frekar en árum. Þegar gruggið sest sjá allir að þar er rangt að dæma Íslenskan almenning og þá aðallega ungt fól í fátækt um ókomin ár. Af mönnum sem brugðust okkur gjörsamlega. Ef almenningur fær ekki þetta vald þ.e að greiða atkvæði um þetta stóra mál þá tekur sami almenningur það vald. Látum ekki börnin okkar í pant fyrir mistök manna sem fóru offarir á árunum fyrir 2007. Leifum börnunum sjálfum að búa til siðareglu framtíðarinnar og tengsl milli landa.
mbl.is Icesave skerðir fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannskepnan óendanlega vitlaus.

Fyrstu viðbrögð við lestur þessarar frétta er hlátur. En þetta er ekkert sniðugt. Þetta er í raun sorgleg og segir  hvað mannskepnan er ófullkomin og skrítið fyrirbæri. Hversu mikil völd menn geta tekið sér í nafni trúar og eða vopna er hræðilegt. Ef maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð heimurinn er þá er ég hræddur um því miður að heldur sigi á ógæfuhliðina.


mbl.is Táningsstúlka húðstrýkt opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta endar með heimstyrjöld, sennilega þeirri síðustu.

Hvað er að gerast í Dubai? Sennilega má finna margt sameiginlegt með því sem gerðist hér á landi og því sem er að gerast í Dubai. Það óhugnanlegasta í þessu er að það er ekki hægt að rekja þessa geðveiki sem er á ferðinni, beint til kjörinna fulltrúa fólksins. Það er að verða til afl sem er ofar afli lýðræðisins. Menn í krafti auðs eru farnir að taka sér þau völd sem þeim þóknast. Afleiðingarnar eru ljósar á Íslandi og í Dubai. Afleiðingar af stjórnun þessa manna og kvenna er hrun efnahagskerfisins. Hver er þá ábirgð þessa manna ? Engin, reikningurinn er sendur til almennings. Afleiðingin þessara stjórnunar er, aukin fátækt í heiminum, meiri hungur og að öllu leiti ranglátari heimur. Haldi þetta  áfram getur þetta ekki endað öðruvísi en með einni heimstyrjöld í viðbót sem verður sennilega sú síðasta.
mbl.is Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartasta vonin í Icesave er indefence.

Nú er Hollendingar farnir að fjalla um Icesave í sínum fjölmiðlum. Það eina rétta er að Ólafur R. neiti að skrifa undir staðfestingu laga um Icesave. Hver yrði umfjöllun erlendra blaða og greining á niðurstöðu þjóðaratkvæðis á Íslandi um Icesave þá. Það er á hreinu að ég segði nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju. Af því að stjórnmálamenn á Íslandi, Bretlandi og í hinum vestræna heimi sköpuð vægast sagt ófullkomið regluverk í kringum fjármálakerfið. Ástæða þessa er hruns er sægleg frammistaða m.a mr. Gordons Brown og Hollenska forsætisráðherrans, íslenskra ráðherra og fleiri. Að lagfæra þessi mistök með því að gera börnin mín og unga og ófædda íslendinga af skuldaþrælum við Breta og Holendinga kemur ekki til greina. Það er sú ömurlegasta lausn sem hægt er að finna. Út af borðinu með þetta Icesave rugl og byrjum upp á nýtt með réttar forsendur. Ég skora á fólk að skrifa undir beiðni til ÓRG að staðfesta ekki lögin um Icesave. Undirskriftin er á vef Indefence hópsins indifence.is.
mbl.is Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn heitir hann Landsbanki.

Nú eru bankarnir óðum að reyna að greina sig frá fortíð sinni og byggja sig upp á nýju nafni. Mér er að óskiljanlegt að sá banki sem fór fremstu og fær sennilega þann dóm sögunar að vera sá versi af vondum þ.e Landsbankinn skuli enn flagga því nafni. Í  uppbyggingarstarfi bankanna ætti að gera þann sáttmála að aldrei skildi banki á íslandi vera nefndur Landsbanki. Ég fell ekki fyrir þessu nafni Arion. Ég hefði vilja sjá eitthvað falleg gott alíslenskt orð. Gott dæmi um nafn á banka þar sem mér finnst hafa tekist vel til er Byr. Byr er fallegt íslenskt nafn sem sómir sér vel á banka. Gæti verið að það leyndust duldar langanir stjórnenda Arion um að fara í víking einn góðan veðurdag?  
mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband