Krafan er þjóðaratkvæðagreiðsla.

Hér logar allt í ófriði á komandi árum ef ekki verðu við ósk tugþúsunda Íslendinga að fá að greiða atkvæði um Icesave frumvarpið. Það er óþolandi að ætla að kaupa góðvild hjá erlendum stjórnmálamönnum og embættismönnum sem bera stóra ábirgð á þeim hamförum sem hér er og viða í hinum vestræna heimi. Með tímanum fjarar undan þessum mönnum. Vonandi er áhrifatími Gordon Brown mældur í fáum mánuðum frekar en árum. Þegar gruggið sest sjá allir að þar er rangt að dæma Íslenskan almenning og þá aðallega ungt fól í fátækt um ókomin ár. Af mönnum sem brugðust okkur gjörsamlega. Ef almenningur fær ekki þetta vald þ.e að greiða atkvæði um þetta stóra mál þá tekur sami almenningur það vald. Látum ekki börnin okkar í pant fyrir mistök manna sem fóru offarir á árunum fyrir 2007. Leifum börnunum sjálfum að búa til siðareglu framtíðarinnar og tengsl milli landa.
mbl.is Icesave skerðir fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því - kynna málið og leggja það fyrir dóm þjóðarinnar

Eva S. Ó. (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband