17.11.2009 | 12:55
Alheims skömm.
Þetta er skömm fyrir þennan heim sem við búum í. Þetta er skömm fyrir helstu þjóðarleiðtoga heimsins. Þetta er skömm fyrir mannkynið. Þetta er skömm fyrir stjórnmál heimsins.
![]() |
17.000 börn deyja daglega úr hungri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2009 | 20:04
USA skuldar Kína 100 billjarða.
Í fréttaflutninga af för bandaríkjaforseta til Kína hefur komið fram að skuldir Bandaríkjanna við Kína séu 100.000 miljarðar, sem er eins og allir vita sem æft hafa sig í stórum tölum 100 billjarðar. En þegar stærð talna er kominn í þessa hæð þarf eitthvað haldreipi til að átta sig á stærðinni. Að ég best veit þá eru Bandaríkjamenn ca 320 milljónir. Ef þessari skuld við Kínverja er deilt jafnt niður á alla Bandaríkjamenn þá er skuldin á haus 312.500 kr. Íslenskt efnahagskerfi hrundi á einni nóttu. Maður veltir því fyrir sér hvort það sama geti gerst í USA . Hvað gerist í heiminum þegar Bandaríkjamenn hafa ekki lengur efni á að kaupa vopn? Hvað gerist þegar Kínverjar eru komnir með undirtökin gagnvart Bandaríkjamönnum. Gæti það verið að við eigum eftir að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. fram sem (efnahags) rústabjörgunarfólk í Ameríku sem sérfræðinga í greininni.
10.11.2009 | 11:41
Ólíkt höfumst við að.
![]() |
Metávöxtun hjá norska olíusjóðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 14:23
Ég sem ætlaði að nota betur út úr gamla bílnum.
Nú fer ég í smiðju ríkisstjórnarinnar. Í tilefni kreppunnar var ákveðið að láta gamla bílinn duga. En ég sé það nú, að best er að taka lífeyrissjóðslán og kaupa nýjan. Þar með væri framíð landsins að borga nýja og glæsilegan heimilisbíl.
![]() |
Nýtt upphaf markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 13:00
Fínt meðaltal.
![]() |
Ísland fær lægstu einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2009 | 11:48
Jöklabréfafargið, hagnaður útgerðar fyrri ára.
Talið er að u.m.þ.b 600 miljarðar jöklabréfa liggi hér á landi sem farg á þjóðinni. Þessir peningar hefur ríkisstjórn íslands kyrrsett þar sem ekki eru til verðmæti í landinu til að greiða þessi bréf til eiganda sinna. En hvað varð um þessa peninga. Þegar þessi verðmæti streymdu hér inn í landi voru þau prímus mótor í viðskiptum með veiðiheimildir. Bankarnir lánuðu í ómældum einingum þetta fé til kaupa á veiðiheimildum. Verðið á þessum heimildum fóru allt upp í 4500 kr/kg á þorsk kg. Í viðskiptum með þessa froðu sem búin var til í Íslenskum sjávarútvegi mundaðist stór hagnaður hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á bak við þennan hagnað er farg á Íslenskum almenningi upp á marga miljarða króna í formi jöklabréfa. En að tala nú ári eftir efnahagshraunið um það sem mælikvarði á ágæti kvótakerfisins, eða sem skýringa til almennings um að við skulum halda óbreyttu kerfi er ófyrirleitið. Þörfin er þvert á móti knýjandi um að gera breytingar í sjávarútvegi.
31.10.2009 | 15:28
Hvert fór hagræðingin Adólf?
Það er nokkuð áhugavert að bera saman hvernig Norðmenn hafa haldið utan um sín þjóðarverðmæti, borið saman við Ísland. Þannig á Norska ríkið 66,4% í Statoilhydro sem er fyrirtækjaklasi, sem teigir arma sína út um allan heim. Í þessum fyrirtækjaklasa er m.a olíuauðlindir Norðmanna. Sjávarauðlind Íslendinga er 100% séreign í eigu tiltölulega þröngs hóps manna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja það upp hvernig auðlindin lenti til þessa eigendahóps. Eftir bankahrunið og efnahagshruni í okt 2008, er ekki bara eðlilegt heldur sjálfsagt að spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur en gert er í dag? Getum við ekki lært eitthvað af Norðmönnum? Við endurreisn íslensk efnahagslífs hlýtur að eiga að líta til sjávarauðlindarinnar og endurskipuleggja hana frá grunni.
30.10.2009 | 20:52
Hitastig kvótakerfisins komið að suðumarki.
![]() |
Vilja veiða loðnu og meiri þorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 14:35
Til hamingju Alcan.
![]() |
Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |