Alheims skömm.

Þetta er skömm fyrir þennan heim sem við búum í. Þetta er skömm fyrir helstu þjóðarleiðtoga heimsins. Þetta er skömm fyrir mannkynið. Þetta er skömm fyrir stjórnmál heimsins.


mbl.is 17.000 börn deyja daglega úr hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA skuldar Kína 100 billjarða.

Í fréttaflutninga af för bandaríkjaforseta til Kína hefur komið fram að skuldir Bandaríkjanna við Kína séu 100.000 miljarðar, sem er eins og allir vita sem æft hafa sig í stórum tölum 100 billjarðar. En þegar stærð talna er kominn í þessa hæð þarf eitthvað haldreipi til að átta sig á stærðinni. Að ég best veit þá eru Bandaríkjamenn ca 320 milljónir. Ef þessari skuld við Kínverja er deilt jafnt niður á alla Bandaríkjamenn þá er skuldin á haus 312.500 kr. Íslenskt efnahagskerfi hrundi á einni nóttu. Maður veltir því fyrir sér hvort það sama geti gerst í USA . Hvað gerist í heiminum þegar Bandaríkjamenn hafa ekki lengur efni á að kaupa vopn? Hvað gerist þegar Kínverjar eru komnir með undirtökin gagnvart Bandaríkjamönnum. Gæti það verið að við eigum eftir að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. fram sem (efnahags) rústabjörgunarfólk í Ameríku sem sérfræðinga í greininni.


Ólíkt höfumst við að.

Það er athyglisvert að bera saman þjóðarauðlind Norðmanna og Íslendinga. Statoil og Norsk hydro sem er m.a mjög stór framleiðandi á áli er eitt fyrirtæki. Eignahlutur í þessu risafyrirtæki StatoilHydro er að Norska ríkið á 66,4% , prívataðilar (Jónar Ásgeirar og Hannesar Smárasynir)eiga 8,6% aðrir hlutir eru í eigu aðila utan Noregs svo sem eins og banka og sjóða víðsvegar um heiminn. En hvernig er þetta hjá okkur? Sjávarauðlindin er 100% séreign í eigu tiltölulega lítils hóps. Álfyrirtækin er 0% í eigu Íslendinga. Það er þekktur áróður hér á landi ef útlendingar eignist eitthvað í sjávarauðlindinni verði það upphafið af einhverju endalokum. Til samanburðar þá eiga aðilar utan Noregs rúm 24% í Statoil Hydro. Það má spyrja, ef 66% af sjávarauðlindinni væri í eigu íslendinga væri þér sama að 20% af auðlindarinnar væru í eigu útlendinga? Já, að sjálfsögðu það er bara spurningin hvað við fengjum fyrir þann hlut. Við þekkjum hvernig eignahlutföll hafa verið hér síðustu ár. Það þarf kjark til að segja, við skul halda þessum hlutföllum óbreyttum.
mbl.is Metávöxtun hjá norska olíusjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sem ætlaði að nota betur út úr gamla bílnum.

Nú fer ég í smiðju ríkisstjórnarinnar. Í tilefni kreppunnar var ákveðið að láta gamla bílinn duga. En ég sé það nú, að best er að taka lífeyrissjóðslán og kaupa nýjan. Þar með væri framíð landsins að borga nýja og glæsilegan heimilisbíl. 


mbl.is Nýtt upphaf markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt meðaltal.

Það væri að æra óstöðugan að lesa allar þessar einkunnargjafir sem Ísland hefur fengið síðustu ár. Rétt fyrir hrun var mat sumra matsfyrirtækja að horfurnar væru öfundsverðar.Nú eru einhverjir snillingar að meta veðurhorfur Íslenska efnahagskerfisins og er skorið ekki merkilegt. Kannski má segja að ef maður tekur meðaltalið af  öllum þessum matsfyrirtækjum síðust ár sé útlitið skítsæmilega gott. Ég er að spá í að missa ekki svefn yfir Fitch Rating næstu nætur.
mbl.is Ísland fær lægstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöklabréfafargið, hagnaður útgerðar fyrri ára.

Talið er að u.m.þ.b 600 miljarðar jöklabréfa liggi hér á landi sem farg á þjóðinni. Þessir peningar hefur ríkisstjórn íslands kyrrsett þar sem ekki eru til verðmæti í landinu til að greiða þessi bréf til eiganda sinna. En hvað varð um þessa peninga. Þegar þessi verðmæti streymdu hér inn í landi voru þau prímus mótor í viðskiptum með veiðiheimildir. Bankarnir lánuðu í ómældum einingum þetta fé til kaupa á veiðiheimildum. Verðið á þessum heimildum fóru allt upp í 4500 kr/kg á þorsk kg. Í viðskiptum með þessa froðu sem búin var til í Íslenskum sjávarútvegi mundaðist stór hagnaður hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á bak við þennan hagnað er farg á Íslenskum almenningi upp á marga miljarða króna í formi jöklabréfa. En að tala nú ári eftir efnahagshraunið um það  sem mælikvarði á ágæti kvótakerfisins, eða sem skýringa til almennings um að við skulum halda óbreyttu kerfi er ófyrirleitið. Þörfin er þvert á móti knýjandi um að gera breytingar í sjávarútvegi.  


Hvert fór hagræðingin Adólf?

Nú er að ljúka aðalfundi LÍÚ sem ávalt hefur vakið athygli. Á vef LÍÚ er partur úr ræðu formanns Adólfs þar sem hann segir orðrétt "Eftir að kvótakerfinu var komið á og sérstaklega með tilkomu frjálsa framsalsins 1991 tók við mikið umbyltingarskeið í íslenskum sjávarútvegi. Viðvarandi taprekstur vék fyrir hagræðingu og arðsemi" Á vef LÍÚ má finna mikið af upplýsingum úr sjávarútvegi. Það rakst ég meðal annars á upplýsingar um aldur togaraflotans. Þar kemur fram að í árslok 2004 var meðalaldur togaraflotans 23,7 ár , í árslok 2008 er meðalaldurinn 24,1 ár. Þannig er það á hreinu að hagræðingin hefur ekki farið í að endurnýja togskipaflotann. Það er nokkuð augljóst að þörfin fyrir endurnýjun flotans er veruleg.  Ég get ekki séð að hér hafi hafi orðið stórkostleg umbreyting í fiskiðjuverum í landi. Eftir stendur því þessi spurning. Hvert fór hagræðingin Adólf?

Norska ríkið á 66,4% í olíuauðlindinni, Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni.

Það er nokkuð áhugavert að bera saman hvernig Norðmenn hafa haldið utan um sín þjóðarverðmæti, borið saman við Ísland. Þannig á Norska ríkið 66,4% í Statoilhydro sem er fyrirtækjaklasi, sem teigir arma sína út um allan heim. Í þessum fyrirtækjaklasa er m.a olíuauðlindir Norðmanna. Sjávarauðlind Íslendinga er 100% séreign í eigu tiltölulega þröngs hóps manna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rifja það upp hvernig auðlindin lenti til þessa eigendahóps. Eftir bankahrunið og efnahagshruni í okt 2008, er ekki bara eðlilegt heldur sjálfsagt að spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur en gert er í dag? Getum við ekki lært eitthvað af Norðmönnum? Við endurreisn íslensk efnahagslífs hlýtur að eiga að líta til sjávarauðlindarinnar og endurskipuleggja hana frá grunni.


Hitastig kvótakerfisins komið að suðumarki.

Af hverju skildi LÍÚ vera svona hógværir í tillögum um aukningu kvóta í þorski? Ég held að megin ástæðurnar sé m.a. Að ef kvótinn væri aukinn verulega þá lækkuðu gildi veðanna sem eru í bönkunum stórlega og ógnuðu því eiginfjárstöðu margra fyrirtækja. Útgerðamenn vita að það næst aldrei sátt um það í þjóðfélaginu að ef um verulega kvótaaukningu væri að ræða færi hún alfarið til þeirra sem eiga eignastuðla í dag. Þannig er svo komið að öll þau rök sem segja að það megi auka þorskkvótann verulaga, mega sín lítils því að það mundi raskaði því kerfi sem nú er svo mikið að LÍÚ hefur engan áhuga á . Þannig heldur spenna í þessu kerfi áfram að aukast nánast dag frá degi, sem getur ekki endað öðruvísi en að uppúr sjóði. Leiguverð á kvóta er og hefur verið í þeim hæðum að það hefur oftar en ekki farið yfir söluverð fiskjarins á markaði. Þannig hefur tekist að spenna leiguverðið út í tóma vitleysu. En hefur leiguverðið rekið í þessar hæðir af tilviljuninni einni? Nei, því hefur verið stýrt þangað. Mín tilfinning fyrir þessu kvótakerfi er að það sé að morkna innanfrá. Útgerðamenn hafa ekki verið þektir fyrir sjálfsgagnrýni. Mikið freka að þeir sem bent hafa á augljósa og verulega galla á þessu kerfi, hafa annað hvort verið litlir karlar, eða vitleysingjar. Á meðan útgerðamenn hafa ekki þann áhuga sem til þarf á að ná sátt þið þjóðina , heldur áfram að molna úr þessu kerfi innanfrá  og á endanum hrynur það.  Það gæti gerst á sama hátt og með hrunið á bönkunum þ.e á einum degi hryndi það til grunna.
mbl.is Vilja veiða loðnu og meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Alcan.

Þetta er frábær árangur hjá þeim í Straumsvík. Markmiðið hjá álfyrirtækjum á Íslandi á að  vera að þau séu sem mengunarminnst jafnvel mengunar laus. Hópur mann vinnur skipulega af því að fótumtroða áliðnaðinn í landinu og koma neikvæðri ímynd inn í vitund fólks. Staðreyndin er sú að þetta er iðnaður sem skiptir þá sem þar vinna og þjóðfélagið allt stórkostlega miklu máli. Á íslandi er framleitt ca 1-1,5% af heimsframleiðslunni. Markmiðið á að vera að íslenskir framleiðendur séu  í fremstu röð í heiminum meðal þeirra sem framleiða þessa vöru. Þeir í Straumsvík hafa sýnt góðan árangur og er virkilega ástæða til samfagna þeim og  óska þeim til hamingju.
mbl.is Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband