Þau komust lífs af.

Þau komust lífs af Jóhanna Sig. og Össur Skarp þegar ríkisstjórnin sigldi fram af brúninni í okt 2008. Þau vissu ekkert hvað var að gerast. Þau heyrðu það í fréttum að Íslenskt efnahagslíf væri hrunið til grunna. Af óskiljanlegum ástæðum var þessu sama fólki trúað fyrir því að sigla okkur út úr þeim ógöngum sem við lentum í. Það fer um mann hrollur þegar Icesave fer um hendur þessa sama fólks. Þau segja "samþiggjum þetta bara" þá verður allt svo gott á eftir. Þótt sterkar líkur séu á að börnin okkar verði í efnahagslegri ánauð Breta og Hollendinga í komandi framtíð. Það er tilfinning mín að þetta sama fólk hafi enga tilfinningu hvað það þýðir að samþiggja Icesav, frekar en það vissi ekkert hvað var að gerast í okt 2008. Því er það fagnaðarefni að fá eigi erlenda aðila til að leggja mat á Icesave samningana.
mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband