Vogunarsjóðir voma yfir kvótanum.

Nú hafa vogunarsjóðir komið auga á verðmæti kvótans innan hina föllnu banka. Áformin eru skýr. Þeir ætla og eru eflaust á góðri leið með að hirða þessa verðmætustu auðlind þjóðarinnar. Helstu rök útgerðarinnar fyrir inngöngu í EB er að þá lendi fiskveiðiauðlindin í höndum útlendinga. Á meðan menn deila um inngöngu eða ekki, sjúga erlendir vogunarsjóðir fiskveiðiauðlindina til sín. Án þess að við fáum nokkuð í staðin. Getur málefni sjávarútvegsins verið í ömurlegri og nöturlegri stöðu? Í mínu huga þarf sjálfstæðisflokkurinn að biðja landsmenn afsökunar á afspyrnu lélegri stjórnun á sjávarauðlind okkar síðustu árin.Það er þörf á tiltekt innan flokksins hjá okkur sjálfstæðismönnum. Þessi fyrsta frétt í sjónvarpinu í kvöld fær mann til að fá ónotahroll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikil guðs blessun yrði það nú fyrir landið og miðin, ef svona 50% af sjálfstæðisflokknum væri á sömu skoðun og þú. Það er þetta sem þarf, um leið og skipt er um fólk í æðstu stöðum.

Bjarni Kjartansson, 25.4.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband