Svona virkar bankaveldið Ísland.

Ef ferill fiskveiða er greindur er ferlið eftirfarandi. Fiskurinn í sjónum eru úthlutað af stjórnmálamönnum til einstaklinga án endurgjalds. Ríkið fulltrúi eiganda gefur út þær heimildir til handa kvótaeigendum að þeir megi veðsetja fiskinn eins og þeir vilja. Kvótaeigandinn veðsetur fiskinn í sjónum upp í rjáfur. Þeir  kaupa verslanir á íslandi og í útlöndum og fleira og fleira. Allir þekkja þessa sögu. Síðan kemur árið 2008 og allt fer til fjandans. Kvótaeigendur sem hafa veðsett bankanum kvótanum eru meira og minna gjaldþrota. Skuldir eru langtum hærri en eignir m.ö.o gjaldþrota. Fer þá kvótinn til þeirra sem hann eiga þ.e til ríkisins? Nei, hann fer í bankann. Bankinn ræður í einu og öllu hvað verður um kvótann. Eigendur kvótans þ.e fólkið í landinu eru aðeins aumir áhorfendur. Nú segir bankinn að ef kvótinn fari úr þeirra umsjá sé það hið versta mál. Sami banki (að vísu ný kennitala) og gerði fólk í þúsundavís eignalaus. Ég held að það skipti engu máli hversu rétt eða rangt fólk  kís, það eina sem skiptir  máli er hvað bankinn ætlar að gera. Svona virkar bankaveldið ísland. Rísið nú upp vesælir stjórnmálamenn og takið völdin í ykkar hendur. Breytið þjóðskipulaginu úr bankaveldi í LÝÐVELDI. 
mbl.is Breytingarnar rýra lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Við trúum þessu, ekki satt ? En af hverju í heitasta Hellissandi hafa bankarnir ekki tekið yfir útgerðarfyrirtækin eins og margskonar fyrirtæki í öðrum rekstri? Húsasmiðjuna, Flugleiðir etc. etc. etc. Sömu drundhjassarnir fá að leika lausum hala endalaust. Hvað með Brim og álíka búllur? Landsbankinn getur alveg "átt" þessar kvótasjoppur og selt svo í fyllingu tímans í stað þess að púkka undir rassgatið á svokölluðum "eigendum" endalaust meðan þeir baða sig í arðinum af afskriftasvikamillunni. ÓGEÐSLEGT !!! og er þá vægt til orða tekið.

drilli, 23.8.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr nú skulum við blása í lúðra gegna þessari bankamafíu sem hér þykist allt eiga!

Sigurður Haraldsson, 23.8.2011 kl. 23:20

3 identicon

Það er kona í grænni peysu á myndinni sem fylgir þessari frétt. Hú heitir Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og er hagfræðingur. Hún er fyrrum aðstoðarmanneskja Steingríms J og tók mikinn þátt í að endurreisa stóru bankanna. Þau endurreistu bankanna á röngum áhættugrunni en sá myndi aldrei standast miðað við uppbyggingu Landsbankans. Hjördís vissi líka að gengistengdu lánin væru ólögleg og að það er ekki endurmatsákvæði í áhættugrunni Landsbankans hvorki gamla né nýja og þess vegna ekki hægt að yfirtaka fyrirtæki og breyta skuldum yfir í hlutafé né endurmeta vexti á lán en samt eru fyrirtæki keysð í þrot og fjöldi af fjölskyldum ásamt því að þetta hefur rosaleg áhrif á afkomu sparisjóðanna. Hjördís er í stjórn Landsbankans í dag og er yfirmanneskja eignarstýringar og óska ég henni velfarnaðar í þessu starfi.

valli (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 09:26

4 identicon

Hjördís er í raun að sjá um eignir sem bankinn tók yfir ólöglega á sínum tíma.

valli (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband