Lýðræðiseitur.

Til baka litið þá voru það þingmenn og þingflokkarnir sem voru búnir að koma sér upp ákveðnu kerfi þ.e formannaveldi. Þannig voru völd formanna allgjör. Ef þingmaður hafði þær væntingar að setjast í ráðherrastól var leiðin sú að anda ekki á formanninn. Þetta virkaði eins og lýðræðiseitur. Aðhald á formann var ekkert. Þetta er skýrast þegar horft er til baka og "karlinn í brúnni" var að sigla fram af hengifluginu. Enginn hafði kjark til að segja "við þurfum að leiðrétta kúrsinn".  Þetta gamla kerfi virkaði eins og lýðræðiseitur sem drap lýðræðið. Þær umræður sem nú fara fram á alþingi minna mig á senuna þegar hljómsveitin lék á dekki meðan Títanik var að sökkva. Þingmenn eru í hlutverki hljómsveitarinnar meðan fólkinu í landinu er að blæða út. Bankarnir taka og hafa völdin og vilja halda þeim. Nú er það spurningin hvernig við getum afeitrað lýðræðið og sett völdin í hendurnar á þeim sem landið og auðæfi þess eiga.
mbl.is Gagnrýndi frumvarp Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Svolítið til í þessu hjá þér. Alveg stórhættulegt þegar menn raða "já" bræðrum í kringum sig. Sama hvort það er við stjórn landsons eða hvaða fyrirtækis sem er. Þá vantar alla gagnrýni sem, ef aðgerðin er skynsamleg, ætti að vera hægt að svara með rökum.

Landfari, 16.9.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband