Hverjar eru afleiðingarnar af lýðræðisstuldi?

Ég lít svo á þeir tímar sem við nú lifum á sé tíminn þar sem lýræðinu var stolið. Hverjir stálu lýðræðinu? Ólíkt ráninu í skartgripaverslunina nú á mánudag þá vita allir hverjir stálu lýðræðinu. Ræningjarnir eru þekktir og meira en það þeir ganga allir lausir. Bankar og fjármálastofnanir fóru offarir og ryksuguðu til sín verðmæti heimsins. Engin kaus þessar stofnanir til valda. Þessar stofnanir stálu völdunum. Afleiðngarnar af þessum stuldi eru þær að fjöldi manna og kvenna er eignalaust og eða gjaldþrota. Allt samfélagið verður að aðlaga sig að þssari þjóðfélagsstöðu. Heilbrigðiskerfið verður að skera inn að beini, skólarni verða að snýða sér stakk eftir þeim stakki sem fjármálastofnanir hafa sniðið þeim. Jafnvel líknardeildum þar sem fólk bíður eftir hinu óumflýjanlega fá ekki að vera í friði. Verkefnið okkar er aðeins eitt. Það er að ná lýðræðinu til baka og byggja upp það þjóðfélag sem við viljum en ekki ræningjarnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband