Stjórnmálamenn mistu stjórnina á lýðræðinu.

Af hverju fer þessi reiðialda um hin vestræna heim. Það gerist stundum í lífinu að fólk missir  stjórn á eigin lífi. Margt getur komið þar til t.d óregla, sjúkdómar og fl. Það sama hefur gerst með lýðræðið. Vestrænir stjórnmálamenn hafa misst stjórnina á lýðræðinu. Bankar, fjármálastofnanir og stórfyrirtæki haf náð völdunum. Nú er svo komið að það skiptir litlu eða engu hvað við kjósum. Það sem skiptir máli er hvað fjármálastofnanir gera. Myndin er mjög skýr hér á íslandi. Bankarnir féllu allir eftir gengdarlaust stjórnleysi þar sem stjórnmálamenn voru ýmist áhorfendur eða þáttakendur. Bankarnir eru síðan endurreistir  með sjóðum almennings sem síðan þjarma  svo að hinum sama almenningi að hann er fjárhagslegur fangi bankanna. Þetta ranglæti verður að taka enda. Skriðan er kominn af stað í hinum vestræna heimi. Þó svo að ekki geti allir mætt á austurvöll til að segja stopp. Þá verða allir að leggjast á árarnar og stoppa þessa þjófélagsgerð sem okkur er boðið uppá . 
mbl.is Óhugnanlegur peningaheimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Egill Jón. Þessu er ég sammála. Við erum öll á sama báti. 

Þessum sökkvandi báti stjórna sjúkar og fámennar auðmanna-klíkur, m.a. með AGS-svipunni, þegar þessar auðmannaklíkur eru búnar að rugla embættis og stjórnsýslu ríkja heimsins til að of-skuldsetja sig eftir fölskum leiðbeiningum frá þeim, í gegnum bankana.

Þessar klíkur spila inn á metnað, greind og fleira "hagstætt" í fari þeirra einstaklinga sem þeir velja snemma á skólaferlinu´, til að "ala upp og mennta" eftir þessari svikastefnu.

Þetta er hræðilegt.

Unga fólkið verður umfram allt að skilja að engin auðmannaklíka, né nokkur annar má kaupa þau til slíkra óhæfuverka, og ræna þau sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun, og sjálfstæðs ákvörðunar-réttar um sitt líf, verkefni, sýn og skoðanir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2011 kl. 20:08

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og ég læt mitt ekki eftir liggja til að stöðva þessa mafíu sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 15.10.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband