Stefnan óljós, engu þarf að breyta?

Mætti á þennan fund eins og flesta þá fundi sem sjálfstæðisflokkurinn heldur um sjávarútvegsmál. Báðir pólitísku fulltrúarnir þ.e Ólína og Illugi héldu flottar ræður. En óánægja mín er nú sem áður jafn stórkostleg að sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki gera sér grein fyrir að breytinga er þörf. Við erum að reyna að stíga út úr fyrirbæri sem mætti nefna þjóðargjaldþrot. Tugir þúsunga Íslendinga eru eignalausir og eða gjaldþrota eftir hamfarirnar. Að ætla að taka stjórnun á sjávarauðlindinni út fyrir sviga og segja " við skulum engu breyta við stjórnun sjávarauðlindarinnar, þar erum við fremstir í heiminum". Þörfin er stórkostleg á breytingar. Ef sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að skilja þetta endar hann sem áhrifalaus smáflokkur úti í horni. Fyrir u.m.þ.b einu og hálfu ári nefndi ég það á fundi þar sem formaðurinn var hvort hann gæti séð eignahluta á sjávareuðlindinni svipaða því sem er hjá statoil í Noregi. Þar á norska ríkið u.m.þ.b helmings hlut í olíurisanum. Formaðurinn sneri höfðinu aðeins til hægri og síðan jafn langt til vinstri. Meiri umræðu þurfti ekki sú hugmynd. Í gærveli var forstjóri Kauphallarinnar hjá Ingva Hrafni í spjalli. Þar nefndi hann að við þurfum að koma eignarhlutum á sjávarauðlindinni til almennings. Nefndi hann m.a eignahlut Norðmanna í Statoil. Það er sorglegt að forysta flokksins skuli ekki greina þörfina á breytingum. Forystan minnir mig stundum á óþægan krakka sem er búinn að gera í buxurnar en neitar sakargiftum þó að lyktin leggi um allt umhverfið. 
mbl.is Stefna stjórnvalda óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Ýsa 40.000 t. ufsi 50.000 t. þorskur 170.000 t. = 260.000 tonn. Íslenska þjóðin er eins og þorskur

á þurru landi, getur ekki bjargað sér.

Mörghundruðþúsund tonn vantar upp á, að fiskimiðin skili þjóðinni þeim fiskafla sem eðlilegt er.

Afléttum oki banka og líú af þjóðinni, komum með nýja hugsun við fiskveiðarnar og umgengnina

um fiskimiðin.

Frelsi til frjálsra handfæraveiða leysir byggða, mannréttinda, fátæktar og atvinnuvandann.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.10.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig svo sem menn reyna að þvæla þessu máli fram og til baka er það á endanum ósköp einfalt:

Þegar kvótakerfinu var komið á var réttur almennings til að sækja bein úr sjó afnuminn með einu pennastriki og þjóðnýttur. Svo var hann afhentur tilteknum útgerðarmönnum til ævarandi eignar. Hvergi í heiminum myndu íhaldsmenn eða frjálshyggjumenn sætta sig við slíkt - grundvöllur íhaldsstefnu og frjálshyggju er nefnilega sá að vernda réttindi almennings gagnvart ásælni ríkisvaldsins.

Eina leiðin til að leysa þetta mál er að afturkalla fiskveiðiheimildir útgerðanna og bjóða þær upp á frjálsum markaði. Það er hin hægrisinnaða lausn - hana ætti Sjálfstæðisflokkurinn að predika. Hana myndi Sjálfstæðisflokkurinn predika væri hann ekki fyrst og fremst hagsmunaflokkur, en ekki hægriflokkur.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2011 kl. 00:49

3 identicon

Mig undrar það ekki að sumir kalli þetta hagsmunaflokk eins og þú gerir Þorsteinn. En það er þetta í hagsmunagæsluni, allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þannig virðist vera sem það eiga að gæta allra. Nú er það vitað að við eigum útgerðamenn í fremstu röð. En það eru líka margir sem eru í 3 flokk og þaðan af neðar. En hjarðarinnar skal allra gæta. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Jafnvel er það svo að 3 ja flokks mennirnir eru settir í fremstu röð til að móta stefnu flokksins til framtíðar.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband