Góð niðurstaða Hæstaréttar.

Ásælni manna í land hefur verið óþolandi. Bændur hafa gjarnan bent á tinda og toppa og sagt " allt þarna á milli á ég" Þessi vinna sem  framkvæmd var á sínum tíma að skilgreina hvað á þjóðin og hvað eiga einstaklingarnir var þörf. Sem betur fer virðist svo vera að löggjafinn hafi kjark til að spyrna við fótum. Það er óþolandi að þurfa að greiða einhverju stórar uppæðir ef virkja á fallvötn í þágu þjóðarinnar. Við viljum ekki hafa sama fyrirkomulag og í Sádi Arabíu þar sem olíulindirnar eru í einkaeigu og örfáir einstaklingar hirða arðinn af olíunni. Í reynd hefði óbyggðanefnd átt að ganga mikið lengra og meta allt þjóðlendur þar sem ekki eru til þinglýstar heimildir fyrir eigninni.
mbl.is Þjóðlenda á Brúaröræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki bara að taka hluta af garðinum þínum, ef þú átt einhvern, sem þjóðlendu? Er eitthvað öðruvísi að eiga láglendi, garð eða fjöll? Þjóðin gæti örugglega nýtt þetta allt saman ef út í það er farið! Alveg út í hött að það skuli vera hægt að ræna fólk landi sem það á!

Helena (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:42

2 identicon

Ég leigi þennan blett sem ég bý á af Reykjavíkurborg. Ég á ekki lófastóran blett af þessu landi nem þann sem ég deili með öðrum

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband