Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.5.2010 | 16:46
Gæti skýringin legið í Straumsvík?
Nú er sá tími sem menn leita skýringa. Gæti það verið að stað krata og bæjarstjórans í Hafnarfirði væri önnur ef þeir hefðu tekið aðdráttarlausa afstöðu með stækkun álversins í Straumsvík? Það verður að teljast frekar til reglu en undantekningar að pólitíkusar taki afstöðu til þess sem er að gerast í nánasta umhverfi þeirra. Lúðvík gerði hið gagnstæða þegar kom að því að taka afstöðu til stækkunarinnar í Straumsvík. Það er greinilegt að það er einhver óhamingja í Hafnarfirði. Kosninga niðurstöður eru nokkuð skýrar í þá áttina. Hver væri staða Hafnarfjarðar í dag ef stækkunin í Straumsvík hefði verið samþykkt? það er sennilega himinn og haf á þeim mismun. Sennilegt má telja að Hafnfirskir kratar súpi nú seiðið af slælegum vinnubrögðum hvað varðar stækkunina á Straumsvík
![]() |
Nær sjötti hver Hafnfirðingur skilaði auðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2010 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2010 | 16:19
Kasper, Jesper og Jón Ásgeir.
![]() |
Ætlar ekki að taka til varna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2010 | 17:21
Litla-Hraun Group.
![]() |
350 milljóna sparnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er nokkuð fróðlegt að bera saman eignahluta almenning í þessum tveimur þjóðarauðlindum. Norska ríkið á 67% í Statoil en Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni. Fiskurinn í sjónum er 100% séreign sem gengur kaupum og sölum manna á milli. Sennilega er Noregur það land sem kemur hvað best út úr heimskreppunni. Með þessari eignasamsetningu í Noregi blanda þeir saman ríkiseign og hinu frjálsa kapítali. Ekki veit ég betur en að í Noregi ríki mikil sátt með þetta fyrirkomulag .Á Íslandi varð hrun. Landið logar stafna á milli með þetta fyrirkomulag um sjávarauðlindina. Sjávarútvegurinn skuldar 600 miljarða króna. Til að greiða vexti af þeirri tölu þarf að nota allan þorsk sem veiðist við ísland næstu árin eða ca 120.000 tonn á ári. Þrátt fyrir augljósar staðreyndir reyna menn að koma því að og vinna því fylgi að þetta sé fínt kerfi sem við höfum í sjávarútveginum. Það sem verra er að það eru ekki umræður í gangi um að breyta þessu fyrirkomulag. Áfram skal fiskurinn í sjónum vera 100% séreign.
![]() |
Hagnaður Statoil þrefaldaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 00:09
Nú þigg ég styrk.
Mér varð óglatt við að hlust á Guðlaug Þ Þórðarson í kastljósinu í kvöld. Vera mín í sjálfstæðisflokknum nær yfir áratugi. Að fylgjast með niðurlægingunni sem nokkrir þingmenn sýna þeirri hugsjón sem flokkurinn stendur fyrir er með ólíkindum. Á sama tíma og flokkurinn þarf að byggja upp traust virðist vera sem svo að sumir þingmenn lifi í annarri veröld en ég. Í Mogganum í dag er Árni Johnsen að reyna að samfæra menn um að kvótakerfið eigi að taka útfyrir svig þegar bankahrunið er annars vegar og komi því ekkert við. Hvernig væri fyrir Árna eyjamann að kíkja út um gluggann hjá sér og gá hvort einhver hafi veðsett fisk í sjónum til að kaupa þyrlu. Nú þigg ég styrk frá stórum fyrirtækju og smáum, körlum og konum, því að ég ætla að kaupa könnun. Könnun þar sem fram kemur stuðningur grasrótar sjálfstæðismanna við þessa þingmenn. Flokkurinn virðist með öllu búinn að tína grasrót sinni. Þess vegna fær Jón Gnarr sennilega meirihluta í Reykjavík í næstu bæjarstjórnarkosningum. Það eru mörk fyrir öllu og þar með hvað hægt er að bjóða okkur sjálfstæðismönnum uppá.
26.4.2010 | 10:46
Stefnan í sjávarútvegsmálum var mótuð af vonlausum bankamönnum.
Það er ekki deilt um það nú efir útkomu skýrslu Alþingis að stjórnendur bankanna voru vægast sagt ekki starfi sínu vaxnir og að öllum líkindum voru störf þeirra og starfshættir saknæmir. En hverjir voru það sem mótuðu stefnuna í sjávarútvegsmálum. Voru það stjórnvöld? Nei, það voru þessir sömu bankamenn. Öll þau nýjustu skip sem hafa verið byggð fyrir íslendinga nú síðustu ár eru lítil öflug togskip sem geta veitt nánast upp í kálgörðum. Verkefni þessara skipa er að róta upp miklu magni, setja það í gáma og selja á erlendum mörkuðum. Á bakvið þessa stefnu voru bankarnir bakhjarlinn. Ekki stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans. Hvaða hlutverk léku bankarnir í veðsetningu kvótans? Það er nákvæmlega sama fyrirkomulag og í Sterling hringekjunni. Enn voru stjórnvöl í hlutverki áhorfandans. Sorglegast af öllu eru þó að sömu stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans segja enn þann dag í dag að þetta sé fín stefna og bjóða fram krafta sína fyrir hönd þjóðarinnar.
25.4.2010 | 19:49
Vogunarsjóðir voma yfir kvótanum.
18.4.2010 | 00:25
Er stríðsrekstur í hættu?
Sjálfir bandaríkjamenn hafa ekkert svar við Eyjafjallajökli. Þeir geta ekki flutt forsetan til Póllands vegna eldgosins í Eyjafjallajökli. Í öllum sortanum er þá ljós. Ég sé eitt. Allar orrustuþotur á bannsvæðinu eru á jörðu niðri og geta þar með ekki gert nokkrum mein. En ég gæti trúað því að í Pentagon haldi menn fundi út af gosinu og hafi áhyggjur af. Stríðsreksturinn verur að ganga áfram. Það yrði hræðilegt ef hann stöðvaðist út af gosi á lítilli eldfjallaeyju.
![]() |
Obama mætir ekki í jarðarför Kaczynskis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2010 | 14:46
Nú er tími til breytinga á sjálfstæðisflokknum.
Það dylst engum að nú verða ákveðin tímamót í sjálfstæðisflokknum. Ef sjálfstæðisflokknum ber ekki sú gæfa að endurskipuleggja hina félagslegu uppbyggingu flokksins þá er hann í verulega vondum málum. Þær megin breytingar sem þarf að gera og eru hvað mikilvægastar eru.
1. Grasrót flokksins verður að koma að stefnumótun og fá frelsi til að hennar rödd fái stað innan flokksins.
2. Allir sjálfstæðismenn fái tækifæri til að kjósa formann, varaformann og miðstjórn flokksins.
3. Sjálfstæðisfélögin verði vettvangur pólitískra umræðna um þjóðfélagsmál.
Ég er ekki frá því að Kristján Júlíusson gætið góður kostur til að leiða nýja félagslega uppbyggingu innan flokksins. Ef ekkert af þessu gerist sem nefnt er hér að ofan, verður flokkurinn pólitískt flak í íslensku þjóðfélagi á næstu árum.
![]() |
Þorgerður stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 16:06
Kjósendur á suðurlandi segi sig frá kosningarétti.
![]() |
Björgvin stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)