Kjósendur á suðurlandi segi sig frá kosningarétti.

Ég hef bloggað um það áður. Björgvin var yfirmaður viðskipta og viðskiptaumhverfis. Það sáu allir það fyrir löngu að þessi maður brást heiftarlega.   Engu að síður valdi fólk þennan mann til forysti síns flokks á suðurlandi. Það sá engan betri en Björgvin, til að leiða flokkinn á suðurlandi. Þetta segir mér hversu þjóðfélagið okkar er helsjúkt. Nú segir Björgvin af sér sem þingflokksformaður, það er í besta falli hlægilegt. Það væri nær að þeir sem kusu Björgvin í fyrsta sæti Samfylkingar segðu sig frá kosningarétti.
mbl.is Björgvin stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En hvað með þá kjósendur sem endurnýjuðu umboð annarra þingmanna sem stóðu að hruninu? Er Björgvin sá eini seki, sá eini sem ber ábyrgð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 16:22

2 identicon

Af þeim þremur sem báru mesta ábirgð þ.e Geir Haarde, Árna Matt og Björgvin var Björgvin sá eini sem sem var kosin áfram. Hinir gáfu ekki kost á sér. En að kjósa einn af þessum mönnum til áframhaldandi starfa fyrir Íslenska þjóð er forkastanlegt.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti bloggari.  Tek undir hvert orð í þínum  pistli.  En þú gleymir alveg þeim kjósendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, ekki aðeins í Suðurkjördæmi heldur á landinu öllu,  þeirra ábyrgð undarfarnar kosningar að hafa kosið þessa flokka,  sem valdið hafur efnahagshruni þessa lands.

Þorkell Sigurjónsson, 12.4.2010 kl. 17:30

4 identicon

Mikið rétt Þorkell. Ég hef kosið sjálfstæðisflokkinn undanfarna áratugi. En ég hef sagt það hér og annarstaðar að það væri forkastanlegt að kjósa sama fólkið og voru yfirmenn á dallinum sem sigldu fram af brúninni. Á að sjálfsögðu einnig við um Þorgerði Katrínu og  Einar ráðherra sjávarútvegsmála í tíð síðustu  ríkisstjórnar.  Í síðustu kosningum til alþingis skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á blogginu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband