Á venjulegt fólk að skilja þetta?

Nú eru vinir okkar og frændur Danir að lækka stýrivexti til að örva og bæta efnahagslífið og koma á móts við þarfir almennings. Það sama er að gerast víða í hinum vestræna heimi. Tilgangurinn er alltaf sá sami að örva og bæta efnahagslífið. Hér hækkuðu menn stýrivexti  á einu bretti um 6% til að örva og bæta efnahagslífið. Þessi eina hækkun er hærri en heildar stýrivextir eru í Danmörku. Svo eigum við venjulegt fólk að skilja þetta.
mbl.is Stýrivextir lækkaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er verið að ræða tærleika Þingvallavatns.

Það er ótrúlegt að fylgjast með þinginu nú þessa stundina. Það er ekki svo að þingmenn sjái ekki að það er eitthvað að forgangsröðun verkefna þar á bæ. Þeir bara get ekki breytt vinnubrögðunum. Þetta minnir mig á senuna í Titanick þegar hljómsveit skipsins spilaði á hljóðfæri sín meðan skipið var að sökkva.
mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er gengið skráð?

Ég hef verið að leita að hvar verð á varanlegum  aflaheimildum er skráð. Ég get hvergi sé þá skráningu. Nú hlýtur þetta að skilta ofsalega miklu máli fyrir t.d nýju bankana. Þurfa þeir hugsanleg að gera veðkall ef verð á aflaheimildum hefur lækkað mikið. Það var stórfrétt  þegar gengið á krónuræflinum var ekki skráð. Það undrar mig stórlega að það skuli ekki vera frétt í fjölmiðlum landsins þegar sú staðreynd blasir við okkur að gengið á aflaheimildum sé ekki til. Ég skil ekki hvernig það er hægt í því sjávarútvegskerfi sem við búum við í dag.

Þetta snýst um traust.

Á sínum tíma sagði ónefndur maður "Stjórnmál snúast um traust og ekkert annað" Þetta sagði ónefndur maður eftir að ónefndur þingmaður hafði brotið illa af sér í starfi. Sá ónefndi þingmaður tók út sína refsingu rétt fyrir utan Grundarfjörð. Aldrei er meiri þörf en nú á að menn í ábyrgðastöðum, þingmenn og aðrir spyrji sjálfan sig "nýt ég traust umbjóðenda minna, nýt ég traust þjóðar minnar"?

 


Sigurður Kári ertu hættur á þingi?

Þegar ég ætlaði að kíkja inn á síðuna þína, ekki bara til að skoða álit þitt á atburðarás síðustu daga, frekar atburðarás síðustu klukkustunda. Ég sá þá að síðasta færsla var skráð 20.okt eða fyrir hart nær hálfum mánuði. Ég hlít því að spyrja þig Sigurður Kári hvort þú ert hættur að vinna fyrir okkur sjálfstæðismenn sem kusum þig til þess starfs. Það er í auknum mæli farið að spyrja mig hvort ég sé ekki hættur að styðja sjálfstæðisflokkinn. Nánast í háði. Ég svara því til að það sé aldrei meiri ástæða en nú til að styðja við sjálfstæðisstefnuna. Mér finnst að þið sem við treystum fyrir fjöregginu hafi svikið sjálfstæðisstefnuna. Ef þú ert hættur þá skaltu tilkynna okkur það formlega. Ég get tekið undir þá skoðun Steingríms J að við eigum að kjósa á vormánuðum.

Er magn kvóta nú orðið af samningsstærð við ríkið?

Hingað til hefur LÍÚ verið með nokkuð ábyrga stefnu varðandi nýtingu auðlindarinnar. Fyrst og síðast ætti að fara að ráðum okkar færustu vísindamanna, hefur verið stefna LÍÚ. Nú virðist bera breyting á nú á að semja við ríkið um magnið. Það er með ólíkindum að formaðu skuli ekki minnast á markaðsumhverfi viðskipta með aflaheimildir. Allir sjá hversu stórkostlega gallað þetta umhverfi er. En útgerðamenn virðast vera fangar í eigin klefa hvað varðar umræðu sjávarútvegsmál. Það virðist ekki vera hægt að taka af augljósa galla af kerfinu.
mbl.is LÍÚ óskar eftir meiri kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð kona.

Mikið ofsaleg eru þessi ummæli Lilju athyglisverð. Ég hef löngu undrast að eyðsla skuli ekki hafa verið skattlögð meira en gert hefur verið undanfarin ár. Þannig hefur Ísland verið með ódýrari löndum hvað varð t.d skattlagningu á lúxus  bíla og ýmsan lúxusvarning. Nei, í staðin eru vextir hækkaðir upp úr öllu valdi. Í mínum huga þurfum við að leita að fólki til að taka við af þeim sem kom okkur þangað sem við erum. Ég kem til með að fylgjast með því sem þessi kona segir. 
mbl.is Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hers í andskotanum ?

Nú eru nýjustu skilaboðin að það eigi  að hækka stýrivexti. Fyrir þessa stýrivaxtahækkun gerðum við tilkall til heimsmets í vöxtum. Ég skildi stýrivaxtahækkanir Davíðs Oddsonar þannig að hann væri verið að koma í veg fyrir eyðslu. Koma í veg fyrir  kaup almennings  á  Land cruser, Range Rover og annars glingur kaupóðs almennings. Ég hélt að þessi tími væri liðinn og nú væri sami almenningu fyrst og fremst að hugsa um að borga af lánum sínum, halda íbúðinni og yfirleitt lifa af kreppuna. Er kannski eitthvað af Landcruserafólki sem gengur enn laust?

Hannes Smárason og trillukarlar.

Þegar Hannes Smárason tók stöðu AMR(American Airlines) og horfði fram á gengið var að hrynja ákallaði hann stjórn AMR um að gera ráðstafanir til að auka verðgildi félagsins. Ein tillaga hanns var að selja parta og parta út úr AMR. Vandamálið var að Hannes var búinn að skuldsetja sig upp fyrir haus. Nú eru margir trillukarlar búnir að skuldsetja sig upp fyrir haus og kaupa aflaheimildir á allt of háu verði. Gengi þorsksins hefur lækkað og skuldir hækkað. Nú ákalla þeir ráðherra um að auka verðgildi þess sem þeir voru að kaupa. Eigum við nú að sleppa áliti vísindamanna og skrúfa frá til að bjarga þeim sem keyptu kvóta á fáránlegu verði? Nú reynir á þolrif ráðherra.


mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland, nýju bankarnir og gamla kvókakerfið.

Ég verð að játa að mér brá í hádeginu þegar ég hlustaði á Einar Kristinn ráðherra sjávarútvegsmála í hádegis fréttum. Síðasta áratug eða meira höfum við lifað við það að fiskveiðistjórnunarkerið okkar, svokallað kvótakerfi hefur ekki þolað umræðu í þjóðfélaginu. Sé minnst á kvótakerfið þá er eins og fjandinn verði laus. Ekkert nema upphrópanir. Friðrik Arngrímsson hefur verið þar fremstur í flokki og hefur síðustu ár fengið dyggan stuðning Einars Kristins ráðherra okkar sjálfstæðismanna. Það sjá allir sem sjá vilja að nú eru kaflaskil í þjóðfélaginu. Að ætla að gamla kvótakerfið geti lifað óbreyttu lífi er fráleitt. Fyrir hrun bankakerfisins mátti lesa í fjölmiðlum frásagnir af útgerðum sem voru að kaupa þorsk á 4000 kr/kg og fengu til þess lán í evrum. Þá  var evran ca 85 kr. Síðan var þorsk kvótinn skorinn niður um þriðjung og evran stendur nú í ca 150 kr. Auðvita eiga ríkisbankarnir eftir að gera veðkall í þennan kvóta. Hvað á að gera við þann kvóta sem ríkisbankarnir þurfa að leysa til sín? Selja hann einhverjum öðrum? Hverjum og á hvað? Gangverk kvótakerfisins hefur verðið að verðið hefur bara hækkað síðasta áratug. Það er allt í lagi að kaupa kílóið á 4000 kr í dag ef það fer í 8000 kr eftir tvö til þrjú ár. En nú stoppum við þessa vitleysu. Berum saman viðskipti með aflaheimildir annars vegar og hlutabréfa hinsvegar. Í kauphöllinni eru mjög strangar reglur sem farið er eftir þegar verið er að selja verðmæti þar á bæ. En viðskipti með aflaheimildir er einhverskonar rassvasakerfi þar sem örfáir menn versla sín á milli. Af hverju meiga þessi viðskipti ekki fara í kauphöllina? Af hverju meiga ekki allir sem hafa áhuga á kaupa  aflaheimildir? Það er staðreynd að á íslandi eigum við útgerðir og útgerðamenn sem eru framúrskarandi í sinni grein. Ég sé það ekki fyrir mér að aflaheimildir verði teknar af mönnum sem hafa greitt fyrir þær og standa í skilum með sínar skuldbindingar. Þessar upphrópanir sem hafa einkennt sjávarútveginn síðasta áratug hefur skaðað hann stórkostlega og þá mest er síst skildi. Nú er eitt brýnasta verkefni Einars Kristins að stýra umræðunni og aðgerðum í réttan farveg með það að markmiði að efla og styrkja íslenskan sjávarútveg. Ef Einar Kr. stendur sig ekki í því verkefni verðum við sjálfstæðismenn að skipta honum útaf vellinum og setja nýjan mann inná.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband