22.10.2008 | 14:24
Að keyra 3.mm of hratt.
Þótt sumstaðar hafi gleymst að setja regluverk s.a.m.b hvernig hægt var að veðsetja þjóðina þannig að hún er á hliðinni í dag hafa menn verði duglegri að búa til reglur á öðrum sviðum. Á leið minni undir Hvalfjörðinn nýlega var ég sektaður fyrir að keyra á 78 km hraða. Samkvæmt mælingum eru þetta 3.mm á hraðamælinum þ.e nálin fór 3 mm upp fyrir 70 km. Í mínum huga er þetta að nálgast það að ver hættulegt þ.e að maður verður að vera með augun á hraðamælinum en ekki veginum. Refsigleðin er með ólíkindum. Gíróseðill kom í póstkassann að vísu með tilboði að hætti útrásarvíkinga að ef ég greiddi strax þá fengi ég verulegan afslátt. Hveri er jafnaðarmennskan meiri en í umferðarsektum. Allir sem keyra 3 mm of hratt fá sömu sekt og sama afsláttartilboð. Skiptir þar engu hvort um er að ræða fátæka námsmenn eða nýríka útrásarvíkinga.
22.10.2008 | 01:17
Hér verða stjórnmálamenn að staldra við.
Nú fæ ég ekki betur séð en að stjórnmálamenn séu hreinlega farnir að segja okkur ósatt. Það hefur margkomið fram í fréttum að eignir LÍ í Bretlandi séu langt upp í þessar skuldbindingar vegna Icesave reikninga. Af hverju þarf þá að taka lán fyrir allri upphæðinni? Með þessari lántöku fæ ég ekki betur séð en að það séu engar eignir í Bretlandi til að mæta þessum kröfum. Hér er þörf á skýringum. Ég á tvær litlar dætur. Þessi skuldbinding til Breta er u.m.þ.b 2 mkr á hvora stelpu. Til að áta sig í þessu ástandi, fer að verða mesta vandamálið á hvern maður á að hlusta og hvern ekki.
![]() |
580 milljarða lán frá Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |