9.1.2009 | 18:14
Líkræningjar.
Rétt í þann mund er íslens þjóð var að upplifa það að hún var um það bil gjaldþrota sá Breskur kaupsýslumaður tækifæri. Sir Philip Green flaug hingað til lands á þotunni sinni og ætlaði að kaupa allar skuldir Baugs á 5% að nafnvirði. Þjóðin var hel særð eftir hrunið. Þessi Sir minnti mig á líkræningja sem vappar yfir helsærðu hræi. Hann var fyrstur enda ríkastur. Nú eru minni spámenn að sjá kauptækifari í hinni helsærðu þjóð. Maður er farinn að fá æluna í hálsinn þegar kaupsýslumenn svokallaðir banka að dyrum. Hendum þeim út á meðan þjóðin er að jafna sig.
![]() |
Kröfurnar of hátt metnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 16:45
Enn ein harmsaga af krónuræflinum.
![]() |
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 15:04
Roð-hundar.
![]() |
Ógnar ekki öryggi sjúklinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 14:15
Markaðskerfi fáránleikans.
6.1.2009 | 21:03
Helvítis vigtin...
6.1.2009 | 15:19
Einu sinni var....
5.1.2009 | 22:54
En þá missum við völdin.
5.1.2009 | 20:23
Er Styrmir hin nýja ásýnd sjálfstæðisflokksins?
![]() |
Umboð til að verja auðlindir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2009 | 14:10
Ég er orðlaus Einar.
![]() |
Skuldastaðan mun batna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 14:14
Nú kallar forysta LÍÚ á skilning þjóðar.
Í grein á skip.is er viðtal við Eirík Tómasson varaformann LÍU þar sem fyrirsögnin er "Trúi aldrei að þjóðin samþykki afsal auðlinda" Nú er kallað eftir skilningi þjóðar. Af hverjum. Sömu mönnum og eru búnir að yfirveðsetja auðlindina með þeim afleiðingum að það þarf að nota þúsundir tonna til að borga vexti af þessum veðsetningum. Hversu mörg þúsund er ekki vitað, af því að þeir sem hafa viljað ræða málefni sjávarútvegsins er og hefur hreinlega verið bannað það. Öll umræða hefur verið kæfð og þögguð niður. Eina sem hefur mátt minnast á er hvort þetta fiskveiðistjórnunarkerfi sem við höfum búið við sé það besta í heimi. Hvernig er staða sjávarútvegsins í dag? Er það hugsanlegt að hún sé vonlaus? Á meðan forista LÍU kæfir umræðu um sjávarútvegsmál er það hreinn og beinn dónaskapur af varaformanni LÍU að biðja um skilning þjóðar þegar rætt er um ESB. Sá er þetta ritar hefur oftar en einu sinni sent til ráðherra fyrirspurn um skuldir sjávarútvegsins . En engin svör fengið. Ég læt hér síðasta mail mitt til ráðherra fljóta með þessum pósti.
Sæll Einar Kr.
Ég tel að svör við eftirfarandi spurningu verði að liggja fyrir, fyrir landsfund okkar sjálfstæðismanna nú í janúar.
Hverjar eru heildar skuldir sjávarútvegsins? Og hvað af þessum skuldum er vegna.
- kaupa á nýjum skipum?
- Kaupa og uppbyggingar á húsum og tækjum í landi til vinnslu sjávarafurða?
- Vegna kaupa á aflaheimildum?
Ég treysti því að svör við þessum spurningum liggi fyrir sem fyrst. Ég hef áður sent inn fyrirspurn til þín en þú svarar mér ekki , af hverju veit ég ekki.
Með bestu kveðju .
Egill Jón Kristjánsson
Að sjálfsögðu svarar ráðherrann mér ekki. Þetta er eitthvað sem kemur mér ekki við. Ég bið þig Eiríkur að svara þessum spurningum finnst þú ert að biðja um skilning þjóðar. Á ég að horfa í augun á ungum dætrum mínum og afþakka aðild að ESB af því að ég hafi áhyggjur af því að auðlindinni sjávarútvegs verði ver stjórnað eftir inngöngu í ESB en hingað til?
Á bakvið þær skuldir sem á sjávarútveginum hvíla, erum við með ný skip, nýjar vinnslustöðvar, hátæknivædd tæki og tól? Það sjá allir sem sjá vilja að svarið við þessari spurningu er, nei. Það vita allir að þessir peningar hafa verið notaðir í miljarða vís til að spila í því spili sem kom þjóð okkar á hausinn. Ef þú ert að biðja um skilning þjóðar sýndu þá þann kjark sem forystumaður LÍU að stíga fram og taka alla umræðuna um sjávarútveginn. Það er aldrei að vita nema að ráðherrann fylgi á eftir þér.