Roð-hundar.

Ég var að spila bridge á netinu nú rétt áðan. Ég nennti ekki að spila lengur af því að ég fékk ekkert nema helvítis roð-hunda. En í minni sveit voru það kallaðir roð-hundar ef maður fékk engin spil og gat ekkert sagt. Mér datt þetta í hug í sambandi við þau spil sem stjórnvöld hafa á hendi í dag, eftir efnahagshrunið á íslandi. Við erum að sjá og eigum eftir að sjá birtingamyndirnar víða á næstunni. Ekki er Guðlaugu Þór öfundsverður af sínu hlutverki. Guðlaug Þór er ekki vondur maður og er ekki að ergja Hafnfirðinga af illmennsku. Nei, hann hefur ekkert nema roð-hunda á hendi og litla og enga möguleika til að reka heilbrigðiskerfið svo vel sé og öllum líki.
mbl.is Ógnar ekki öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Staðan er þannig að niðurskurður er óhjákvæmilegur allsstaðar og við verðum öll vör við hann einhversstaðar, en einmitt þess vegna er svo mikilvægt að gera þetta með samráði við fagaðila á viðkomandi sviðum og hafa upplýsingar góðar til almennings.

Dagný (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband