Markaðskerfi fáránleikans.

Ég hef hrifist af sr Karli V. Matt.  fyrir að hafa þann kjark og þor að ræða sjávarútvegsmál í því þöggnarumhverfi sem ríkir um sjávarútveginn, og á þann hátt sem hann gerir. Þessi kjarkur sr Karls hefur hreyft við forystu LÍÚ og varaformaðurinn Eiríkur Tómasson ritar "Örfá orð til Karls V. Matthíassonar alþingismanns" í Fréttablaðið í dag. Ég er að miskilja sr Karl ef það er vilji prestsins að rífa þær aflaheimildir af þeim útgerðum bótalaust sem heimildirnar hafa í dag og greitt hafa af sínum skuldum og geta greitt af sínum skuldum.  Það væri hrein og klár heimska að ætla að vera með stórkostlega eignaupptöku í sjávarútvegi í dag. Mönnum getur sýnst sitthvað um hvernig úthlutað var í upphafi en það er eitthvað sem skiptir engu máli í dag, því að það er eitthvað sem ekki er hægt að breyta. Það sem skiptir máli er í dag er  framtíðin.  Markaðsumgjörð viðskipta með aflaheimildir er markaðsumgjörð fáránleikans. Hvernig væri markaðsumgjörð með hlutabréfa ef þar væri ekkert regluverk, engar tilkynningar um innherjaviðskipti, engin upplýsingaskilda um eitt eða neitt. Það sjá allir sem sjá vilja að þannig markastorg væri markaðstorg fáránleikans. En þannig hefur markaðstorgið verðið með aflaheimildir sjávarútvegsins. Þessu þarf að breyta og gera þetta markaðstorg eins og hjá siðuðu fóli. Ef ég sem ábyrgur fjölskyldufaðir fer með heimilistekjurnar og spila póker fyrir þær og tapa öllu, þá þarf fjölskyldan aðstoð frá presti og kannski fleirum að halda. Ef eitthvað útgerðafyrirtæki hefur notað sjávarútvegsauðlindina til að veðsetja kvótann til að fara út á hlutabréfamarkaðinn og tapa og skuldir hafa risið hærra en eignir. Þá er ágætt að það hlusti á réttlætiskennd prests. Að ætla að kippa því í liðinn með því að fella niður skuldir og aflaheimildir verði áfram hjá viðkomandi er svo langt útfyrir þann ramma sem réttlætiskennd okkar þolir í dag. Eiríkur segir að allar skuldir Þorbjarnarins hf. séu í skilum. Ég er viss um að það eru miklu fleiri útgerðafyrirtæki sem þannig er háttað. Að sjálfsögðu eigum við ekki að hreyfa við slíkum fyrirtækjum, þvert á móti eigum við að nýta okkur þá reynslu og  þekkingu sem býr hjá stjórnendum og starfsfólki þess. En þeir sem hafa tapa öllu í hlutabréfapóker liðinna ára eiga að skila inn aflaheimildunum. Stóra spurningin er hvernig á að koma þeim í vinnu aftur og hjá hverju? Það er ekki hægt annað en að hvetja sr Karl til að halda áfram að ræða um sjávarútvegsmálin. Það mættu fleiri stjórnarþingmenn taka hann sér til fyrirmyndar. Það er einnig fagnaðarefni ef útgerðarmönnum tekst að brjótast út úr þöggunarstefnu sinni og koma út á akurinn og taka umræðuna. Annars kafna þeir úr loftleysi í sínu eigin ranni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband