Fyrststa skrefið er að horfa framan í óþveran.

Ef það á að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þá er það  fyrsta skrefið hjá stjórnmálamönnum að viðurkenna að á núverandi kerfi séu stórkostlegir gallar.  Mín upplifun er súa að meirihluti íslenskra stjórnmálamanna séu með þá skoðun að við séum  með eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heiminum og jafnvel þó viða væri leitað. Af hverju að breyta því kerfi sem er það besta í heiminum. Í þeim flokki sem ég hef tilheyrt í áratugi þ.e sjálfstæðisflokknum er kerfið metið það gott að ekki sé hin minnst ástæð til að ræða úrbætur á kerfinu. Á síðasta landsfundi var þessi verðmæta auðlind, sjávarauðlindin, ekki á dagskrá.  Nú nýverið hélt Háskóli Íslands málstofu í Öskju þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið var á dagskrá. Ég fylltist bjartsýni. Mér fannst ég heyra frá HÍ, eftir efnahagshrunið nokkurskonar afsökunar beiðni til þjóðarinnar þ.e í hinu meinta góðæri að hafa í staðin fyrir að spyrja krítískra spurninga “dottið í það” með víkingunum og farið á fyllerí með þeim. Þessi málstofa í HÍ fékk fall einkunn hjá mér. Í staðin fyrir að reyna að varpa ljósi á styrkleika og veikleika kerfisins og spyrja krítískra spurninga. Nei, málið var frekar meðhöndlað eins og dómsmál þar sem spurningin var er kvótakerið “sekur” eða “saklaus”. Viti menn í lok málslofunar féll dómurinn . “Saklaus”.  Í mínu huga virðist HÍ vera ennþá á dúndrandi fylleríi og sumir doktorar þar á bæ þyrftu að fara í meðferð. HÍ brást gjörsamlega væntingum mínu. Með svona vinnubrögðum fer HÍ ekki í top 100, það er freka spurning hvort hann fellur um deild. Það má teljast með ólíkindum að eftir efnahagshrunið sem í hugum sennilega allra íslendinga stafaði af langmestu leiti af lélegri stjórn og stjórnunarháttum, skuli menn vilja taka stjórnunina á sjávarauðlindinni út fyrir svig og segja “ þarna stjórnuðum við á heimsmælikvarða” Þetta gengur ekki upp. Allur almenningur sér að stjórnun sjávarauðlindarinnar hefur verið afspyrnu illa stjórnað undanfarin ár. Við þurfum að skipta út þeim stjórnmálamönnum  sem haga sér eins og óþægir krakkar sem eru búnir að gera í buxurnar og neita sakargiftum þó ólyktin liggi í loftinu. Fyrst er að ræða saman  og fara í gegn um augljósa galla á kerfinu næsta skrefið er að spyrja hvar við getum gert betur. Staðreyndin er að við eigum útgerðamenn í fremstu röð, en við dröttumst líka með bölvaða lasarusa sem þarf að henda út úr greininni og gefa nýjum tækifæri. En fyrsta skrefið er að viðurkenna að kvótakerfið er stórkostlega gallað og þarfnast mikilla endurnýjunar.
mbl.is Pattstaða um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband