Ég finn sárlega til með Chelsea og Abramovich.

Maður hlýtur að spyrja hvort óréttlæti heimsins séu takmarkalaus. Það er hræðilegt til þess að hugsa að Chelsea geti ekki keypt einn einast mann fyrr en eftir dúk og disk. Ég trúi ekki öðru en Abramovich finni leið út úr þessu. Þegar það var sett bann við sölu alkóhóls hér á bannárunum, þá redduðu menn sér með að kaupa á svörtu. Það kynni að vera leið út úr þessum vandræðum að kaupa menn á svartamarkaðnum. Ef ekki finnst lausn á þessu er stutt í hnignun fótboltans, jafnvel endalok.
mbl.is Chelsea áfrýjar banni FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú vitir ekki hvað gerðist!

Tæaningurinn Gael Kakuta sem var búinn að gera samning við annað félag var ekki orðinn lögráða þannig að fyrra félagið hafði engin lagaleg úrræði til að ógilda seinni samning hans við Chelsea nema leita til FIFA.

Það að skikka Chelsea til að borga milljón pund í sekt dugar auðvitað ekki þegar þeir eru að versla með leikmenn upp á tugi miljóna, það þarf að gera eitthvað meira.

Fótboltinn á ekki að snúastu um hver eigi mestann peninginn, og það þarf að senda sterk skilaboð í þá áttina.

Hver leggur þú til að refsingin hefði átt að vera ?

Fransman (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 05:52

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Knattspyrna á þessu stigi er bara skemmtiatriði og auðvitað ráða peningarnir mestu. Hvort á FIFA að ráða eða stærstu félögin. Það er það eina sem þetta snýst um.

Sæmundur Bjarnason, 4.9.2009 kl. 07:30

3 identicon

Ágæti Fransman. Peningamenn og peningaaflið er að eyðileggja þá ágætu íþrótt sem fótboltinn er. Menn eins og Abramovich sem kemur með vafasama peninga frá fátæku fólki í gömlu sovétt ætla að vaða yfir allt og alla í Englandi. Viðskipti með fótboltamenn nú í miðri heimskreppunni gengur út yfir alla þjófabálka. Þessi peningahyggja fótboltans færir okkur sem hafa hrifist af þessari íþrótt í gegn um árin ekki betri bolta. Ég óttast það að niðurstað verði gagnstæð þ.e svona peningagosar eins og Abramovich eyðileggi fótboltann.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband