Sorgarsaga Landsbankans.

Við sem orðin eru meira en tvæ vetur munum eftir hvernig bankakerfið var. Þingmenn sátu í stjórnum bankanna. Síðan var fyrirkomulagið þannig að öllu skipti að fá "sinn" mann í stjórnina. Síðan komu sérhagsmunamennirnir og sögðu við hina pólitískt ráðnu "hniptu í bankastjórann og lempaðu  til fyrir víxli fyrir mig" Í fáum orðum brugðust þingmenn trausti  almennings. Í stað þess að færa valdið nær fólkinu sem á bankann, var valdið fært fjær eigendum sínum. Í hendurnar á örfáum mönnum sem virðast vera í takmörkuðu sambandi við raunveruleikann. Ég fullyrði að ef við eigendur fengjum einhverju ráðið yrði nýbygging yfir höfuðstöðvar LÍ stoppuð. Ég reyndi að finna einhverja leið til að komast á fund þar sem ég gæti komið mínum sjónarmiðum á framfæri. Sá vettvangur er ekki til.Samt á ég bankann (ásamt löndum mínum) Þau rök sem stjórnin færir fyrir nýbyggingu halda ekki vatni. Svo ekki sé talað um nú á tímum covid-19 þar sem öllum útibúum var lokað og það breytti engu. Nú er bankinn að tapa milljörðum stoppum þessa geðveiki með byggingu nýrra höfuðstöðva LÍ.


mbl.is Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband