Nú þurfa við að endurskoða samskipti okkar við Bretland.

Nú liggur það ljóst fyrir að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum í viðskiptahagsmunum og slepptu alræmdu hryðjuverkamanni lausum vegna viðskiptahagsmuna. Getur samviska einnar þjóðar verið svartari. Gamla Breska heimsveldið beitti Íslendinga óþverrabrögðum til að samþyggja Ice-save. Jafnframt nota Bretar eitthvert tak sem þeir virðast hafa á vestrænum þjóðum til að knésetja litla Ísland. Nú þarf vestrænn heimur að fordæma Breta og endurskoða siðareglur vestrænna gilda. Eru gildi vestrænna þjóða kannski ekkert betri en gildi þeirra sem beita hryðjuverkum? Viljum við vera vinarþjóð lands sem hagar sér eins og Bretar. Fordæmum Breta og þeirra gildi. Endurskoðum öll samskipti við þessa þrjóta.
mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehehe... Farðu að leita að sólgleraugum, kæri Egill. Mér þykir þú hrikalega bjartsýnn! En, ég er samt sammála þér!

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband