Hvort var í rétti flugvélin eða bíllinn?

Þarna gildi reglan um loftför og bíla no 13 frá 1918, að ef flugvél keyrir á bíl á landi þá á bíllinn réttinn en ef bíll keyrir á flugvél í lofti þá á flugvélin réttinn.
mbl.is Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

það hlýtur liggja í augum uppi að kyrrstæður bíll sé í rétti, er það ekki augljóst!

Jón Svavarsson, 3.9.2009 kl. 16:53

2 identicon

Var þetta ekki þinn bíll Jón?

Þórður A. (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:46

3 identicon

Þetta var nú á flugvallarsvæði, þannig ég myndi halda að flugvélin væri í rétti..

Emil (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:16

4 identicon

Samkvæmt fréttinni þá virðist bílinn hafa verið í rétti, þar sem tekið er fram að eigandinn hafi haft leyfi til að leggja honum þarna.

Svo er það nú líka þannig að kyrrstæður bíll er alltaf í rétti þegar ekið er á hann, sama hversu ólöglega honum er lagt. A.m.k. var pabbi minn í órétti þegar hann ók utan í kyrrstæðan bíl sem var kolólöglega og illa lagt, eins furðulegt og það nú er...

Sigurrós (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:25

5 identicon

Þetta var bíll frá Tollgæslunni svo það flugvélin á réttinn... ;)

karl (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:57

6 identicon

http://www.airliners.net/photo/Pitts-M12/1572104/L/

... (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:10

7 identicon

Það er spurning hvort bíllinn frá Tollinum hafi verið í leynilegum tilgandi eða ekki, t.d Geir og grani að störfum. Fer ekki vaktin að byrja hjá þeim?

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Jón Svavarsson

Mega þá bara flugvélar keyra á hvað sem er á flugvöllum?

Jón Svavarsson, 4.9.2009 kl. 00:17

9 identicon

Þetta var ekki bíll frá tollinum en þetta var mjög óheppilegt atvik og ég held að sumir geti nú alveg verið rólegir, tjónið fyrir vélina hleypur á milljóna tölu en þetta var nú bara ein skítin hurð á bílnum, og margir voru vitni af þessu og sáu vélina fara beint á kyrrstæðan bílinn þó svo að honum hafi nú ekki verið neitt voðalega gáfulega lagt, að mínu mati.

siggi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband