Er það stóriðja að gæta hagsmuna okkar?

Mig undrar það stundum þegar mikið liggur við í kjaramálum þvílíkur fjöldi manna kemur að þeirri vinnu. Nú er búið að skrifa undir plagg sem er kennt við stöðugleika. Öll apparötin sem eru að gæta hagsmuna okkar skrifuðu undir í nokkurskonar færibandavinnu. Ég velti því fyrir mér hvort að það sé nauðsynlegt að hafa allan þennan fjölda til að sjá um þetta. Er þetta ígildi nokkurskonar stóriður þ.e hagsmunagæslan. Þrátt fyrir allan þennan fjölda í þessari grein tókst ekki að koma í veg  fyrir þann gríðarlega flutninga á verðmætum, frá þeim sem minna hafa yfir til þeirra sem meira hafa, nú síðustu misserin. Þrátt fyrir allan þennan fjölda á vaktinni virðast allir sem vaktina stóðu hafa sofið á meðan íslenskt efnahagslíf rak upp á sker. Er það hugsanlega að þessi fjöldi hagsmunagæslufólks sé farinn að snúast upp í andhverfu sína? Á ég þá við að ef illa fer, eða árangurinn slæmur,  er útilokað að finna þann sem ábyrgðina ber. Hann eða hún tínist í hópnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband