Veruleikafyrtir stjórnendur.

Á öllum norðurlöndunum er kreppa. Mis djúp að vísu, en afleiðingar hennar er ótvíræðar. Þannig er atvinnulausir u.m.þ.b 100.000 í Danmörk. Stjórnendur þessara landa koma allir á einkaþotum. Eitt af aðalumræðuefnunum er hvernig megi minnka mengun. Þvílíkur tvískinnungur. Þegar Bandarískir bílaframleiðenda mættu til fundar við þarlend stjórnvöld mættu þeir allir á einkaþotunum til að biðja um fjármagn frá almenningi. Almenningi blöskraði. Obama skammaði forstjóranna og næst þegar þeir mættu, komu þeir allir keyrandi á minnstu bílunum sem þeir framleiddu. Stundum missa stjórnvöld allt jarðsamband, þau lifa í einhverjum veruleika sem er öllum almenningi óskiljanlegur. Þetta var á sömu leið hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir kreppu. Hver man ekki eftir því þegar Geir og Ingibjörg þurftu að skreppa á fund í útlöndum og hringt var á einkaþotu eins og almenningur hringir á leigubíl. Umgjörðin í kringum ráðherrana þér þyrfti að breyta. Stórir svartir bílar sem kosta miljónir með einkabílstjórun á að heyra liðinni tíð. Ráðherrarnir geta keyrt sjálfir til sinnar vinnu eins og allur almenningur. Stjórnvöld eiga að sýna fordæmi. Ég ber mikla virðingu fyrir Ögmundi Jónassyni. Hann byrjaði að skera niður sín eigin laun áður en hann byrjar á öðrum.   
mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Orð eru til alls fyrst. Síðan koma ákvarðanir. Eftir það koma framkvæmdir.

Hvernig liði okkur í dag ef spreybrúsarnir sem eiddu ósonlaginu hefðu ekki verið bannaðir? þeir voru notaðir með fullu leyfi fyrir 25-30 árum síðan. Eru sem betur fer ekki lengur í notkun.

þetta hefur ekkert sérstaklega með Ísland að gera heldur heiminn allann. Mér finnst gott mál að einhver láti sig varða eitthvað meir en eitt ár fram í tímann. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2009 kl. 21:45

2 identicon

Stjórnvöld eiga að lifa í sama veruleika og þeir sem þau sækja umboðið til þ.e almennings. Góðir stjórnendur sýna gott fordæmi.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála því. þeir munu gera það með góðum ábendingum. þess vegna er gott að koma með jákvæða gagnrýni á blogginu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2009 kl. 21:57

4 identicon

Maður á alltaf að hvetja jákvætt. En stundum þarf blauta tusku til að átta sig á veruleikanum.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband