Gulaspjaldið á Steingrím J.

Þetta eru undarlegi tímar sem við lifum á núna. Stjórnmálamenn virðast vera á góðri leið með að tapa því litla trausti sem eftir er. Það er morgun ljóst að hallatalan á þeirri vísitölu stefnir enn niður. Það getur vel verið og er kannski líklegt að Icelandair spili varnarleik í þessu efnahagsóveðri sem nú stendur yfir. Almenningur gerir þá kröfu að umræðan eigi að vera upplýsandi. Með svona tali eins og Steingrímur J. virðist hafa haft á framboðsfundi austur á fjörðum stráir hann efasemdum í vafasömum tilgangi. Formaður framsóknar hafði ummæli í fréttum í gær að seinna hrunið væri fyrirsjáanlegt. Viðskiptaráðherra neitar þessu alfarið. Sif Friðleifsdóttir virðist þurfa einhverja áfallahjálp eftir að hafa setið fund utanríkismálanefndar alþingis út af Icesave. Eftir kosningar þurfa stjórnmálamenn sameiginlega að takast á við þann vanda að traustið til þeirra er komið á hættumark. Að lokum óska ég Icelandair velfarnaðar og vona að þar sitji Björgólfur áfram í flugstjórasætinu. Ég treysti honum betur til þeirra verka en Steingrími J.  
mbl.is Segir reksturinn ganga vel miðað við aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband