8.4.2009 | 13:06
Það þarf að aflúsa Sjálfstæðisflokkinn.
Í mínum huga er það brýnasta verkefni okkar sjálfstæðismanna hvernig hægt er að aflúsa flokkinn. Það er að koma æ betur í ljós hversu illa sjálfstæðisflokkurinn var orði afvegaleiddur og kominn langt frá þeirri hugsjón sem hann stendur fyrir. Á sama tíma og flokkurinn þiggur 30.mkr frá Flenron er flokkurinn að flytja mál í þinginu, þar sem fyrirtækjum er gert kleift að reka fólk án þess að geta til um ástæðu. ÞETTA HEITIR MANNFYRIRLITNING. Svo illa var komið fyrir flokknum að það verðmætasta sem flokkurinn stendur fyrir var farið að snúast upp í andhverfu sína. Mannfyrirlitningu. Í frægum þætti um ENRON kom það fram hjá "snillingunum" þar á bæ að 15% af starfsmönnunum væri rusl sem þyrfti að reka. Þessi (mannfyrirlitnings)stefna náði inn í sjálfstæðisflokkinn og hann reyndi að koma henni í gegn um þingið hér á Íslandi. Við venjulegir sjálfstæðimenn getum þakkað Ögmundi Jónassyni og félögum fyrir að það tókst að stoppa þessa mannfyrirlitningu. Davíð Oddson sá ágæti maður kalliði þetta fyrirtæki Flenron. Davíð Oddson gaf skýrslu einkavæðingarnefndar einkunn á landsfundi sjálfstæðismanna. Gott hjá honum. Ef honum hefur fundist þetta sem hann sagði vera staðreynd.Af hverju átti hann þá ekki að segja það sem honum fannst? Tími yfirborðsmennsku innan flokksins er liðinn. Það þarf að tala hreint út um hlutina. Á landsfundi var Kjartan Gunnarsson kosin í miðstjórn flokksins. Maður sem var í stjórn Landsbankans frá upphafi einkavæðingar. Maður sem tók þátt í að móta þá stefnu í bankamálum sem kom þjóðinni á hausinn, maður sem tók þátt í að lána til sín og eigenda bankans miljarða. Þessum manni treystir landsfundur manna best til að gegna einu af mikilvægust trúnaðarstörfum innan flokksins. Það er eitthvað stórkostlegt að. Það reynir á nýjan formann. Vinni hann heiðalega þá stöndum við óbreyttir að baki honum. En eitt það mikilvægasta inn í framtíðina er að AFLÚSA flokkinn af þeim öflum sem hafa verið að eyðileggja flokkinn og orðspor hans.
Hafði ekki hugmynd um þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.