Hlutir í Century Aluminium hrynja.

Þegar verð hlutafélaga lækkar kröftuglega, jafnvel hrynja, er alltaf einhver skýringar þar á bakvið. Nú í dag er verðið í Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls að hrynja. Verðið hefur lækka um rúm 20%. Hver skildi vera skýringin. Verð á áli heldur áfram að falla en mjög lítillega. Skýringin hlýtur að liggja einhverstaðar annarstaðar. Kann það að vera að markaðurinn sé óttaslegin um að nú séu ál antiistarnir að ná völdum á Íslandi. Þeir nái því að stoppa framkvæmdir í Helguvík. Verði það staðreyndin að sú ríkistjórn nú er að taka við nái að leggja áliðnaðinn á Íslandi í rúst. Ef Kolbrún Halldórsdóttir sest í stól umhverfisráðuneytis er það vitað að hún horfir á það sem forgangsatriði að stoppa framkvæmdir í Helguvík. Ef nýrri ríkisstjórn tekst að rústa áliðnaðinum á Íslandi höfum við sem vinnum nú í þessum iðnaði ekkert annað þarfara að gera en að berja á potta og pönnur fyrir utan gluggana á ráðuneyti Jóhönnu og co. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband