Er Jóhnna sú rétta?

Orðrétt sagði formaður Samfylkingarinnar við fréttamenn " Við bjóðum fram elsta og reyndasta þingmanninn Jóhönnu Sigurðardóttur". Krafan er um nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og ný gildi og þar fram eftir götunum. Er það þá besta í stöðunni að taka þann stjórnmálamann sem hefur starfað hvað lengst í þessu kerfi sem hrundi. Ekki man ég eftir því að Jóhanna hafa verið að kvarta yfir því að ráðherraræðið hafi verið orðið of mikið á kostnað alþingis. Allir hafa góðar tilfinningar til Jóhönnu og þekkja hennar mannkost. En í mínum huga er það langt í frá rétti leikurinn í þessari erfiðu stöðu sem við erum í núna að Jóhanna taki við sem forsætisráðherra. Af hverju sagði Ingibjörg ekki. " Við teflum fram ungum og velmenntuðum manni sem er jafnframt varaformaður Samfylkingarinnar sem heitir Ágúst Ólafur"?
mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna er trúlega einn sá besti pólitíkus sem þetta land hefur átt (ef ekki besti) Hún á það skilið að komast á lista sögunar yfir forsetisráðherra Íslands þótt stutt verði.

Vill bara benda á að ég hef oftast kosið helv. sjálfstæðisflokkinn svo ég er ekki í sama flokk og Jóhanna!

Bara ég (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:35

2 identicon

Ágúst Ólafur er algjör vitleysingur og flúði af hólmi í gær.

Með hann sem forsætisráðherra flyt ég fyrst af landi brott.

Invar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:36

3 identicon

Af hverju er Ágúst Ólafur dæmdur svona hart. Fólkið valdi Ágúst síðan eru það nokkrir einstaklingar sem hafna honum. Ég lít þannig á að það sé meira en ungar herðar hafi þolað. Ef forysta Samfylkingarinnar hefði tekið Ágústi og samþykkt hann eins og flokksfélagarnir gerðu, þá væri Ágúst Ólafur einn fremsti og efnilegasti stjórnmálamaðurinn í dag. En Ingibjörg eyðilagði hann.

Egill Jón Kristjánssn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband