29.4.2015 | 17:59
LSH og sjávarútvegur .
Í síðustu ferð minni á bókasafn sá ég bókina Frjáls verslun 300 stærstu. Það er áhugavert að bera saman rekstur og eignastöðu LHS og nokkurra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Tölur frá sjávarútveginum eru frá 2013 en frá Landspítala 2014.( í milj. kr)
Hagnaður Eigið fé.
Samherji 25.510 64.757
HB Grandi 7.110 32.252
Síldarv. 6.929 23.115
Ísfélagið 3.701 13.354
Vinnslustöðin 2.721 9.648
Skinney-Þingan. 4.493 9.841
Eskja 1.955 3.722
Samt 52.419 156.689
Tekjur LHS á árinu 2014 voru 53.188 og tapið 749. Þannig var hagnaður þessara sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2013 svipaður og heildartekjur LHS á árinu 2014.
En berum saman stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og LHS.
Tekjur Gjöld Hagnaður Eigið fé.
Samherji (2013) 89.342 63.832 25.510 64.757
LHS (2014) 53.188 53.937 -749 -2.778
LHS þjóðarsjúkrahúsið er rétt rúmur hálfur Samherji.
Ég held að okkur sé það holt að velta fyrir okkur rekstrarumhverfið annarsvegar LSH og hinsvegar sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þá tekur fyrst steinin úr þegar stjórnvöld ætla að færa miljarða inn á þessi sjávarútvegsfyrirtæki í formi úthlutunar á kolmunakvóta. Það er skilda þjóðarinnar að stoppa slíka geðveiki. Ef einhverjir í þjóðfélaginu er í stakk búnir til að rétta þjóðarsjúkrahúsið við eru það þessi sjávarútvegsfyrirtæki. Það er skylda okkar sem búum þetta land að forða því stórslysi sem fyrirhuguð er með úthlutun kolmunakvótans.
![]() |
Tekjuhalli lækkar um helming milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.