Hér þarf blaðamður að læra meira um stórar tölur.

Í þessari frétt er sagt að skuldir Japana séu komnar yfir eina trilljóna markið. Jafnframt setur blaðamaður í sviga kvatrilljónir sem er einfaldlega villa. Kvatriljónir eru  milljón triljónir og eru miklu stærri tala en skuldir Japana. Ef fréttin hefði verið rétt skrifuð hefði fyrirsögnin verið. Skuldir Japana komnar yfir einn billjarð. En eins og allir vita er einn milljarður þúsund þúsundir. Einn biljarður er milljón milljónir. Ein trilljón er síðan milljón biljarðar og ein kvatriljon síðan milljón trilljónir.

Það sem kannski er að rugla blaðamann eru beinar þýðingar úr enskri tungu yfir í íslenskt mál. En í Bandaríkjunum (og nokkrum öðrum löndum) er einn milljarður skrifaður billjarður, og einn billjarður skrifaður triljarður og svo koll af kolli. En blaðamaðurinn er að sjálfsögðu að skrifa fyrir íslenska lesendur og á að hafa þetta rétt.


mbl.is Skuldirnar komnar í 1 trilljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tók eftir þessu. Hissa á að svona sleppi inní ,,virðulegan" fjölmiðil eins og Mogga eða netmogga.

Jafnframt er ég hissa á að þetta sleppi einfaldlega svona frá höfundi fréttar. Vegna þess að það hefðu strax átt að kvikna viðvörunnarbjöllur. Eitthvað sem passar ekki alveg þarna við fyrstu sýn. Auk þess hefði frekari upplýsingaöflun átt að láta höfund fréttar átta sig strax á þeim atriðum sem minnst er á í bloggpistli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2013 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband