Stórkostleg uppgötvun.


Hér virðist greinarhöfundur hafa komist að stórkostlegri uppgötvun, eftir vísindalega athugun. Þeir horfðu á heilan landsleik drukku bjór og þurftu varla að pissa, hvað þá að til einhverra vandræða hafi komið.  Það er með ólíkindum hvað framleiðendur á bjór eru klókir í markaðsettningu á vöru sinni. Þessir framleiðendur eru gjarnan með bestu markaðsfræðinga og markaðsþekkinfgu innan sinna vébanda. Markmiðið er skýrt hjá markaðfræðingunum þ.e að tengja saman fótbolta og bjór órjúfanlegum böndum. Þegar fótbolti er annars vegar þar skal drukkið bjór. Þetta er mjög þekkt t.d í Bretandi. Fótbolti og bjór er eitt og það sama. Því fyrr sem börn og unglingar skilja þetta þeim mun betra, salan eyks, markmiðinu er náð. Á sama tíma standa Bresk stjórnvöld frami fyrir því að áfengi og eða áfengis drykkja þjóðarinnar er að verða þeirra stærsta vandamá og viðfangsefni. Birtingarmynd drykkjunar í Bretlandi er hvergi skýrari en í kringum fótboltan þar í landi. Markaðsöflin er að berjast á topnum á meðan stjórnvöld eru að berjast við að halda sér í deildinni. Staðreyndin er einföld. Það er ekker samasemmerki á milli bjórs og fótbolta nema síður sé. Ef þú er að horfa á  góðan fótbolta þá þurfa öll skilningarvit að vera í lagi. Það væri mikið rökréttara að fá sér lýsi fyrir leik. Lýsi er gott fyrir sjónina og yfirleitt öll skilningarvit.
mbl.is Alls engin vandræði í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband