Virðislækkun eða leiðrétting.

Nú lækkar virði kvóta HB Granda um 22 miljarða króna eftir að kvótastaðn var sett í próf. Það er ekki annað hægt en að hugsa til þess tíma er virði kvótans var að aukast. Jafnt og stöðugt jókst virði kvótans og fór verðmæti t.d eins kílós af þorski í 4500 kr. Þessi verðmæti gengu kaupum og sölum. Þáverandi stjórnvöld horfðu á þetta gerast án þess að aðhafast nokkuð. Skattlagt var 10% af söluvirði, afganginum hélt seljandinn. Þannig runnu miljarðar í ómældum einingum út úr sjávarútvegi. Það sem er kannski einna athyglisverðast var að  þeir sem seldu og voru með þessi verðmæti í höndunum, virtust að mjög takmörkuðu leiti hafa áhuga á að fjárfesta í sjávarútvegi. Sjávarútvegi þar sem er að sögn með besta kerfi í heimi. Margir fjárfestu í verslun aðrir í bönkum og svo frv. Enn aðrir fóru með peningana úr landi og komu inn með þá aftur og fjárfestu í vaxtamun Seiðlabana. Þeir peningar eru nú fóður í snjóhengjunni sem sem yfir Íslendingum hangir og er ástæða gjaldeyrishafta. HB Grandi hefur sýnt að þeir eru í forystu í Íslensku sjávarútvegi, það getur ekki annað en talist eðlilegt annað en að lofti sé hleypt út úr kerfinu   og virði kvótans sem var kominn út fyrir öll mörk fært niður..   
mbl.is Tap og virðislækkun hjá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband