29.3.2011 | 22:31
Dæmið gengur ekki upp.
Þegar það er ljóst að engin lánastofnun vill koma nálægt Or, finna menn lausnina. Við látum bara fólkið í Reykjavík og notendur fjármagna reksturinn. Með miljarða láni frá borgarbúum og nærsveitum til OR. Nú í byrjun apríl greiðum við atkvæði um það hvort við eigum ekki að borga Icesave pakkann. Í tilfelli OR þurfum við ekki að greiða atkvæði um eitt eða neitt, reikningurinn verður bara sendur okkur. Mig langar til að fá útlistun á þvi hvað gerist ef OR verði lyst gjaldþrota. Hættum við að fá heitt vatn inn í húsin. Nei, þetta fyrirtæki heldur áfram rekstri hvaða leið sem verður farinn. Er það ekki nærtækast að eigendur horfi framan í þann óþvera að óhæfir menn hafa stýrt fyrirtækinu og fyrirtækið er gjaldþrota og þetta fyrirtæki verði meðhöndlað eins og gjaldþrota fyrirtæki. Í mínum huga er ekki leið að ætla að ná í miljarða í vasa Reykjavíkinga og nærsveitunga nú á þessum tímum. Sú leið er einfaldlega ekki fær.
Starfsmönnum fækkað um 90 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef OR verður gjaldþrota hver borgar þá brúsann?
Eyjólfur G Svavarsson, 29.3.2011 kl. 23:11
Væntanlega tapa þá lánadrotnar peningum.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 06:06
Öll lán OR eru með ábyrgð eigenda fyrirtækisins. Reykvíkingar koma til með að borga þetta með einu eða öðru móti. Þá er skömminni skárra að hafa fyrirtæki í rekstri en ekki á hausnum.
Sjóður (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.