Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Allur þorskur í vaxtagreiðslur.

Miljarður og miljarðar hafa klingt í eyrum fólks nú undanfarin misseri. Þetta eru þær stærðir og mælieiningar sem notaðar hafa veriðið til að lýsa stöðunni í Íslensku efnahagslífi. Þannig eru skuldir sjávarútvegsins sagðar 500 miljarðar. En hvað er þessi tala stór? Ef útvegurinn þarf að greiða 6,3% vexti af þessari tölu þá fer hvert einasta kíló af þorski sem úthlutað var á þessu fiskveiðiári til greiðslu vaxta af þessu láni (meðalverð 246 kr/kg samkv.heimild rsf). Síðan er það í umræðunni hvort það eigi að taka veiðiheimildir af þeim sem þær hafa. Ráðherrarnir lýsa því yfir að það eigi ekki að vera flatur niðurskurður t.d í heilbrigðiskerfinu, heldur eigi að gera þetta í samráði við þá sem málið varðar. En í sjávarútvegi á að fara flötu leiðina þ.e skera 5% af öllum. Það er hægt að gera svo margt til að bæta sjávarútveginn. Það virðist ekki vera sem svo að ráðherra þessa málaflokks nú og undanfarna áratugi ráði við það erfiða verkefni. Umræðan er á villigötum og ráðherrar villtir í þokunni. 

Gott silfur gulli betra.

Þetta var það besta sæti sem hægt var að fá. Norðmenn fara létt með að halda Eurovision að ári. Þeir selja nokkrar olíutunnur upp í kostnað. Við eigu engar tunnur, allar okkar tunnur fara í að greiða vexti til (íslenskra) útlendinga. Sama hvað er í tunnunum, síld, hrogn eða hvaða nafni sem það nefnist. Svo það má segja að silfur sé gulli betra í þessu tilfelli.


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullið og vitleysan heldur áfram í VR.

Fyrta frétt á stöð tvö var að forstjóri lífeyrissjóðs VR hafi sagt upp störfum. Kostnaður VR við uppsögn þessa manns voru sögð 15.millj kr. að auki heldur forstjórinn glæsibíl sem iðngjaldsgreiðendur VR greiða áfram. Ég hélt að bullinu og vitleysunni í kringum fjármálastofnanir ættu að linna. Það er greinilegt að á sumum bæjum hefur kreppan ekki barið að dyrum. Lífeyðisjóðurinn tapaði miljörðum á síðasta ári. Samt, samt á að gera starfslokasamning við æðsta yfirmann lífeyrissjóðsins. Mikið óskaplega hlýtur þessi kafli að vera dapur þegar saga VR verður skráð.

Fyrrverandi formaður var með 2 mkr á mánuði í laun. Hann var verkalýðsformaður þeirra sem unnu á kassa í Bónus fyrir 150.000 kr á mán. Verkalýðsforinginn var jafnframt í stjórn KB. banka og var að fást við verkefni eins og þau hvor það ætti að veita Tchenguiz tug miljarða yfirdrátt. Að ekki sé minnst á verkefni eins og að fella niður skuldir starfsmanna kb.banka um miljarða.  Það er ekki skrítið að VR félagar hafi gert byltingu og kosið nýjan formann. En mér þykir kokið á VR félögum vítt ef þeir gleypa þessar starfslokagreiðslur úr sínum sjóðum til manns sem skilaði miljarða tapi á sjóðnum á síðasta ári.

 


Ég þarf áfallahjálp.

Þetta gerir u.m.þ.b 35.000 kr á hvert einasta mannsbarn í landinu. Á mínu heimili erum við fjögur, hjón með tvö börn. Fyrir okkur er þetta því ca 140.000 kr. Til að borga í vexti til útlendinga. Síðan fáum við ekki að vita hvaða menn þetta eru sem við erum að greiða til. Ef ég man rétt þá sagði Gylfi viðskiptaráðherra að þessir útlendingar væru kannski ekki eins miklir útlendingar og af er látið. En það er sama hverjir þetta eru, mikið ofsalega voru þeir heppnir að velja Ísland. Fjárfestar út um allan heim eru að tapa stórum upphæðum. En þessir eru með allt sitt á þurru. Íslenskur almenningur er ábirgur þessum greiðslum. Það eru takmörk fyrir öllu, annað hvor krefst ég ítarlegra skýringa eða hreinlega áfallahjálpar.
mbl.is Milljarðar í vexti í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráuneytinu með sitt á þurru.

Í þessari frétt kemur fram  neyðaráætlun um hvað ætti að gera ef bankarnir færu í þrot. Ráðuneytisstjóranum í fjármálaráðuneytinu er kynnt þessi áætlun í febrúar 2008. Sá sami maður selur allt sitt í Lí fyrir tugi miljóna mánuði fyrir bankahrunið. Það er misjafnt hversu kreppan bitnar harkalega á fólki. Að ekki skuli vera búið að ógilda þennan gjörning ráðuneytisstjórans er með ólíkindum. Það virðist vera misjafnt hvernig á að taka á afleiðingum kreppunnar. Sumir eru settir í bómull á meðan gengið er að öðrum af fullri hörku. 
mbl.is Áætlun ef bankar færu í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er hagræðingin í sjávarútveginum?

Það var fróðlegt að hlusta á kastljósið í kvöld þar sem  áttust við hagfræðiprófessor og óopinber talsmaður sjávarútvegsins Sigurgeir í Vinnslustöðinni í eyjum. Við vægi á kostum og göllum kvótakerfisins hefur það verið tíðrætt að nú sé aflinn sóttur á mun færri skipum og af færri sjómönnum. En ég held að það þurfi að skilgreina hagræðinguna. Þannig var að þúsundir tonna skiptu um eigendur á árunum 2006 og 2007. Þá fékk útgerðin lán í LÍ, KB banka og Glitni. Þannig keypti útgerði kílóið af þorski á 3000 til 3500 kr pr kg. Fyrir þessu fékk útgerðin lán í evrum (þá var gengi ca 90). Þannig var skuldin á bak við keypt kíló ca 35 evrur. Í dag er gengi evru ca 170 og skuldin því u.m.þ.b 6000 kr á bak við hvert kíló. Það er svo langt frá að þetta kíló sem syndir í sjónum geti staðið skil af þessari skuldbindingu. En hvað varð um þau verðmæti sem fengin voru að láni og seljandinn fékk fyrir sinn snúð. Það fáum við ekki að vita því að yfir því hvílir bankaleynd. En þó er það vitað að sumir fengu hlutabréf í því fyrirtæki sem keypti, sumir fengu greitt í cash keyptu pípuhatt og síkar og komu peningunum í vinnu  á Tortola. En eitt er víst að þessi hagræðing skilaði sér ekki í nýjum og fullkomnum skipum. Þannig má sjá að vefnum skip.is að meðalaldur skipa Vinnslustöðvarinnar er u.m.þ.b 30 ár, sem hlýtur að vera áhyggjuefni eiganda fyrirtækisins. Ég kalla því eftir þeirri einföldu spurningu, hvar er hagræðingin í sjávarútveginum? 

Flókin og erfið verkefni hjá Jóni Bjarnasyni.

Það verða ekki náðugir dagar hjá Jóni Bjarnasyni í ráðuneyti sjávarútvegs. Næstu daga munu hagsmunasamtök pressa á Jón.Hagsmunasamtökin munu panta tíma í fyrramálið. Hætta er á að Jón þurfi að stækka biðstofuna og lengja bekkinn þar um nokkrar tommur. Þegar Jón fer í gegn um tékklistann þarf hann að spyrja margra spurninga. Spurninga eins og, hefur verið einhver hagræðing í sjávarútvegi, og ef svo er hvar er hún? Hvernig varð sú eignamyndun til hjá þeim sem eiga auðlindina í dag. Á ég að slátra góðum sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru í góðum rekstri í dag með því að taka af þeim heimildina til að veiða fisk? Hvernig get ég komið á móts við almenningsálitið? Er kerfið kannski ekki eins vont og af er látið, eða er það kannski verra? Er kannski hægt að nota sama kerfið með lagfæringum eða á að slátra því alveg? Ef kerfinu verður slátrað, er ég þá kannski að slátra mínum ráðherradómi? Eitt er víst að þetta verður erfitt hjá Jóni og að ekki verða allir sáttir. En ég óska honum velfarnaðar í þessu erfiða verkefni. Markmiðið hlýtur að vera það að gera iðnaðinn öflugri og arðurinn úr auðlind sjávar verði skipt réttlátlega milli þeirra sem byggja þetta land. Umfram allt þarf að skapast friður um auðlindina.
mbl.is Ráðherraskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fagna og ég harma.

Ég fagna því að í þessari nýju ríkisstjórn sitja ekki, Geir Haarde, Arni Matt, Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín, Einar Kristinn, Ingibjörg Sólrún, Þórunn og Björgin G. Ég harma það að í nýrri ríkisstjórn sitji Kristján Möller, Össur og Jóhanna Sigurðardóttir. Áhöfnin á þeirri ríkisstjórn sem er ábirg fyrir því efnahagsástandi sem er nú hér á landi fékk sín tækifæri. Því miður klúðraði sú ríkisstjórn sínum málum illilega. Þá er eðlilegt að aðrir taki víð. 
mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarglæpur.

Það kemur æ betur í ljós hversu stór þjóðarglæpur hefur verið framinn hér á síðustu árum. Að brutto skuldir skul vera 10mkr á mann eða netto 5mkr. Maður fær velgju við hugsa um að stórar upphæðir eru vegna þessa að bankarnir voru með glannaleg útlán. Lán til kaupa m.a á snekkjum, einkaþotum og leikföngum veruleikafyrtra manna. Síðan er það börnin mín og önnur íslensk börn sem eiga að greiða sukkið. Svo bíða menn eftir skýrslu einhverrar nefndar sem á að dæma hver er sekur í þessum glæp. Meira að segja viðskiptaráðherrann sem var og áttið að setja leikreglur viðskiptanna segist vera með öllu saklaus. Í mínum huga er það að verð æ skýrara hverjir bera ábirgð á þessum glæp. Það er fyrst og fremst stjórnmálmennirnir sem sátu uppi í heiðursstúku og fylgdust með leiknum og hvöttu sína menn. Á kvöldin fóru þeir síðan  heim og grilluðu,   og fögnuðu góðu dagsverki. Að íslensk þjóð skuli treysta best sama fólkinu og sat í heiðursstúkunni til að stjórna hér áfram er ótrúlegt.
mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsýktur markaður.

Í dag var meðalverð á þorski 172 kr/kg samkvæmt vef RSF. Á sama tíma eru að fara fram viðskipti með aflaheimildir í  þorski á 180 kr/kg samkvæmt vef Fiskistofu. Þannig er verðið fyrir að veiða fiskinn 8kr/kg meira en fæst fyrir hann á markaði. Hvað segir þetta? Þetta segir ekkert annað en að markaðurinn er helsýktur. Ef einhver alvöru umgjörð væri utan um þennan markað væru viðskipti stöðvuð á stundinni. Kallað væri eftir skýringu á þessu fyrirbæri. En staðreyndin er sú að það eru engar starfsreglur um þessi viðskipti. Þessi viðskipti fara fram nákvæmlega eins og sala á sprútti fór fram hér í gamladaga. Menn einfaldlega hringja og spyrja "áttu eitthvað". Eini munurinn er sá að salan á sprúttinu var ólögleg en á kvótanum lögleg. Þetta fyrirkomulag er ekki bara greininn sjálfri til skammar. Heldur er þetta einnig lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum auðlindarinnar. Einn hlekkurinn í endurreisn sjálfstæðisflokksins er að flokkurinn biðji Íslendinga afsökunar á stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar síðustu ár.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband