156.150% hækkun á bensíni.

Þegar sá er þetta ritar fékk bílpróf 17 ára gamall og keypti fyrst bílinn hefur bensínið hækkað um hundraðfimmtíuogsexþúsundeitthundraogfimmtíu prósent. Það er mér nokkuð minnistætt að þessi bíll sem var að gerðinni Cortina hafði þann vonda kvilla að ef sett var of mikið bensín á tankinn fór tankurinn að leka. Ef ég keypti fyrir 100 kr þá hélt tankurinn og ekkert lekavandamál. Fyrir hundraðkallinn fengust sex lítrar af bensíni. Verð á lítra hefur því verið um 16 kr. Síðar fór krónan í aðgerð og klippt var af henni tvö núll. Því hefur lítirinn verið á 0,16 kr (nýkrónur) eins og krónan var kölluð eftir að hún kom úr klippingu. En nú er verðið komið í 250 kr/ltr. En hvað skilu átján ára drengir sem nú borga 250 kr/ltr  borga þegar þeir eru komnir á minn aldur og bensínið hækkar jafnmikið næstu fjörutíu árin eins og það hefur gert síðustu fjörutí. Þá verður lítrinn á  390.625 kr og áfyllingin því  23.437.500 kr.
mbl.is Bensínverð yfir 250 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei við verðum að grípa inní núna því það erum jú við sem ráðum en ekki örfáir mafíuosar sem hér stjórna!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2012 kl. 01:44

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Mikið agalega eru Íslendingar einfaldir að því að virðist. Ísland er með einn veikasta gjaldmiðilinn og líterinn í 250 ISK. Noregur með einn sterkasta gjaldmiðilinn og líterinn kominn í rúmar 300 ISK.

Haldið þið sem búið á Íslandi í alvörunni að hækkunin sé einskorðuð við Ísland.

Þegar að ég kom til Noregs var líterinn í 80-85 ISK og það var árið 2006 þannig að það er alls ekki eins og að þetta sé einskorðað við Ísland.

Sömu sögu er að segja úr Svíþjóð, Danmörku og Austurríki. Veit þetta því ég hef búið þarna líka og bensínverð er alls ekki verst á Íslandi. Þetta snýst um alheimsverð.

Svo annað, fyndist ykkur ekki eðlilegt að líterinn væri ódýrari hérna í Noregi þar sem þetta er mjög stór olíuþjóð? Svo er ekki og ég fylli á bílinn hjá mér þá kostar það milli 13-14 þúsund ISK.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 8.2.2012 kl. 07:48

3 Smámynd: josira

Takk fyrir þessa athyglisverðu samantekt, Egill Jón ... Viss er ég um að heimsmarkaðs-eldsneytisverðið, hækkanir-lækkanir í gegnum árin komast ekki í nálægð þeirra talna, sem hér hafa verið og eru reiknaðar út á Íslandinu góða ...

Sammála er ég þér Sigurður, um að við almúgurinn þurfum að fara að grípa inn í þessi eldsneytismál, á róttækan máta ... ásamt mörgu öðru.

Júlíus Valdimar, ekki tek ég undir það hjá þér, að við Íslendingar séum einfaldir, heldur mætti segja að við séum full leiðitamir. Eða þá um of umburðarlyndir og með ótrúlega mikið langlundargeð. Við höfum látið stjórnvöld hér, ganga yfir okkur hin síðustu ár, t.d. með gríðarlegum hækkunum á öllu mögulegu, sem kemur niður á afkomu okkar hér í þessu blessaða þjóðfélagi, (framfærslukostnaðurinn hér, er kominn yfir öll velsæmismörk) fyrir utan missir á íbúðum og atvinnu. Sem ekki hefur gerst í Noregi eftir hrunið !

Og það er engan veginn raunhæft að umreikna að ég held t.d. norska eldsneytislíterinn yfir í ísl. krónu. Þú verður þá að taka inn í það reiknisdæmi, norsku launin og umreikna þau einnig í ísl. krónu. Þá koma væntanlega raunsæjar tölur út og samanburður í prósentum talið, hversu mikið fer af launum (hlutfall) í eldsneytiskaup hjá þjóðunum báðum.

En sammála er ég, þér Júlíus Valdimar, að auðvitað hefðu norsk stjórnvöld, fyrir lifandi löngu síðan, að leyfa þjóðinni allri að njóta olíuauðsins í sameiningu. En ekki liggja á honum eins og ormur á gulli. Því eins og við vitum, þá er Noregur eitt ríkasta land heimssins. 

En rafmagn er dýrt í Noregi og einnig er dýrt í annars þessu mikla skógarlandi, fyrir þá að kaupa eldivið sem ekki ráða yfir skógareign. Norskir ráðamenn ættu auðvitað, að leyfa fólkinu í landinu að njóta einhvers hlutar af allri þessari olíueign þó ekki væri nema til húsaupphitunar á sanngjörnu verði. Einhverstaðar las ég að eldra fólk í Noregi deyr oft vegna kulda í eigin íbúðum, í kuldatíðum, en þá fara ráðamenn landsins stundum fram á sparsemi í rafmagnsnoktun við landsmenn.

josira, 8.2.2012 kl. 11:47

4 identicon

Júlíus skrifar frá Niðarósum að íslendingar séu einfaldir. Aldrei kann ég því þegar menn setja sig á þann stall að tala niður til fólks og jafnvel gefa því einkum, svo sem að þjóðin sé einföld. Þega menn telja sig hafa efni á slíkum ummælum ættu þeir að líta í spegil og spyrja sig spurninga. Frá áramótu síðust hefur bensín hækkað stórlega. Jóhanna Sig. sagði að skatthlutinn af því væri ekki svo mikill þ.e einungis 3 kr. Framkvæmdastjóri FÍB leiðrétti þetta hjá Jóhönnu og benti á að aukning á skatttekjum til ríkisins frá áramótum væri ekki 3 kr heldur 6 kr. Þegar lesið er í tölur þá geta menn fengið mismunandi niðurstöður. Það að hækkun hafi verið sú sem hér að ofan greinir segir mér að það er eitthvað stórkostlegt að. Hér er stórkostlegur flutningur fólks frá Íslandi til Noregs. Af hverju ? Af því að lífskjör þar eru svo verulega betri en hér á landi. Auðvitað er bensín í Noregi og í hinum vestræna heimi hátt. En það þarf að skoða hlutina í samhengi. Hver eru launin sem þú hefur til að borga dropann dýra? Hvað færðu fyrir þá skatta sem þú greiðir. Það er engin spurning að því miður hefur okkur ekki tekist að stjórna okkar málum eins vel og frændur vorir Norðmenn. Þess vegna er straumur fólks til Noregs í leit að betri lífsháttum

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 16:14

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þegar 17 ára piltar komast á þinn aldur, verður sennilega ekkert Bensín til lengur og eitthvað annað komið í staðinn, og guð má vita hvað það verður. En það lifum við trúlega ekki Egill minn:

Eyjólfur G Svavarsson, 9.2.2012 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband