Eigum við að halda áfram á skipulagsbraut stórslysanna.

Það er nokkuð ljóst að það sem kom heimskreppunni á stað voru undirmálslánin í Bandaríkjunum. Þar var komið svo í skipulagsmálum að verktakar voru búnir að ná þeim í sínar hendur. Þannig voru ekki byggðir bæir og bæjarhlutar sem hentaði fólki og fólk vildi helst búa í. Það voru verktakarnir sem réðu ferðinni. Þegar þeir litu yfir svæðið sem átti að skipuleggja og við blasti stórt gil sögðu þeir einfaldlega. "Við skulum byggja þarna hinumegin við gilið". Við það fengu verktakarnir verk við að byggja brúarmannvirki yfir gilið til að fólk kæmist í hverfið sitt. Kostnaður og fégirnd verktakanna réð ferðinni. Þetta varð til þess að að húsin sem voru byggð hinumegin við gilið voru allt of dýr og fólk vildi ekki kaupa þau. Þá var gripið til þess að setja beitu fyrir fólk. Lánin voru gerð ómótstæðileg. Framhaldið verður ekki rakið hér. Skipulagsslysin blasa hvarvetna við hér á sv-horninu. Það má ekki missa sjónar af skipulagsmálunum þó svo að kreppi að. Í mínum huga væri það skipulagsslys að ráðast í stækkun Hvalfjarðarganga, ef staðreyndin væri sú að fólk vildi ekki þessa stækkun og vildi heldur ekki borga hana. Hvorki með beinum sköttum eða notendasköttum. Það er aldrei meiri nauðsyn á að vanda til verka í skipulagsmálum. Við þurfum að læra af þeim stórkostlegu mistökum sem gerð hafa verið nú síðustu ár. Í skipulagsferlinu verður að koma fram skýr vilji þeirra sem eiga að greiða og þeirra sem eiga að nota. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég horfði á frétti í kvöld og sá þann hóp sem var að ræða hvernig við ættum að eyða 250 milljörðum í framkvæmdir, til að skapa störf. Skiplagsmálin eru ekki inni á kontór hjá Steingrími J. Það er komið nóg af stórslysum í skipulagsmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband