Opið bréf til formanns Bjarna Benediktssonar

 

Því miður ágæti formaður þá verð ég að lýsa því yfir að nú í kosningunum 25.04 mun ég skila auðum kjörseðli í kjörkassann. Ég er búinn að kjósa og vera innanborðs í sjálfstæðisflokknum í áratugi. Nú er svo komið að samviska mín getur ekki kosið flokkinn. Það þýðir ekki að ég segi skilið við flokkinn. Langt í frá. Ég tel það hlutverk mitt að koma flokknum aftur inn á þær brautir sem hann á að standa fyrir. Svo illa var komið fyrr flokknum að hann var jafnvel farinn að vinna í beinni andstöðu við þau dýrmætustu gildi sem hann stendur fyrir. Þannig voru gildi fjármagns og auðhyggju settar ofar virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Aðgerðalaus horfði forystan á menn innan flokksins sem bera enga virðingu fyrir gildum flokksins, en notað hann til að troðast áfram og færa sér völd og verðmæti. Svo slæm mein eru að grassera innan flokksins að maður stendur agndofa og spyr hvað er að gerast.  Flokkurinn okkar er gjarnan kenndur við íhaldsemi það þýðir í mínum huga að hann þ.e flokkurinn vill halda í gömul og góð gildi. Það þýðir ekki að hann eigi ekki að rífa af dagatalinu og fylgjast með tímanum. Innra starf flokksins verður að endurskipuleggja frá grunni. Forysta flokksins má ekki missa sjónar af hinum almenna félags- og stuðningsmanni. Forysta flokksins eru þjónar ekki herrar. Þjónar sjálfstæðisstefnunnar. Ég ætla ágæti formaður að leggja mitt af mörku til að endurreisa flokkinn. Ég geri það að mínu viti ekki með því að kjósa flokkinn nú í komandi kosningum og mun því skila auðu.

Með sjálfstæðis kveðju.

Egill Jón Kristjánsson

Afrit sent á.

bjarniben(hjá)althingi.isxd(hjá)xd.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband