Miklir stríðsmenn eruð þið stórútgerðamenn.

Er það virkilega svo að stórútgerðamenn vilji og ætla að reka sjávarútveg í stríði við þjóð sína. Hvergi nokkur staðar virðist vera farvegur eða vettvangur til að ræða mélefni sjávarútvegsins. Eina umræðan virðist vera um fyrningaleiðina og búið. Ég er þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin sé galin og fráleitt að nota hana við núverandi aðstæður. Ég er líka þeirrar skoðunar að kvótakerfið núverandi sé stórkostlega gallað og þurfi miklar endurbætur. Ég lít sömu augum á eignahlut í fyrirtæki (hlutabréf) og eignahlut á kvóta. Bæði kvóti og hlutabréf eru seld manna á milli og er það vel. Með viðskipti með hlutabréf sem skráð eru í kauphöll gilda strangar reglur. Reynt er að gæta þess að reglurnar séu sem sanngjarnastar fyrir bæði kaupendur og seljendur. Síðan er kauphöllin eins og dómari á vellinum og fylgist með að leikreglur séu haldnar. Oftar en ekki þarf kauphöll að stöðva viðskipti með bréf í félögum og spyrja spurninga. Um viðskipti með kvóta gilda engar reglur. Það hefur aldrei þurft að stöðva viðskipti með kvóta og spyrja spurninga. Jafnvel þó að verðið á leigukvóta hafi farið í þær hæðir að sala á þessu kílói á markaði dugar ekki fyrir vöxtum. Umgjörðin um viðskipti með aflaheimildir lúta engum leikreglum. Stjórnmálamenn sátu uppi í stúku eins og aumir áhorfendur og fylgdust með leiknum án þess að lyfta litlafingri. Sömu stjórnmálamenn og við almenningur treystum fyrir rekstri á þessari þjóð. Marga fleiri galla mætti nefna á núverandi kvótakerfi sem hér verða ekki raktir. En mér finnst Sigurgeir forstjóri vera kjarkmikill að nefna það að hér eigi að fara að ríkisvæða. Það var andheitið við ríkisvæðingu sem fékk að leika lausum hala á síuðustu misserum. Hver var niðurstaðan? Hrun. Ég eins og margir aðrir, hef ég verið að velta fyrir mér hvaða aðferð væri farsælust í fiskveiðistefnu okkar íslendinga. Hef ég horft þar til þess hvernig Norðmenn hafa stýrt eignahluta á sínum auðlindum. Ég mun gera frekari grein fyrir henni síðar.  Eina sem má ræða í sjávarútvegsmálum okkar íslendinga er fyrningarleiðin og búið. Sá er þetta ritar er nýkominn af landsfundi sjálfstæðisflokksins. Þar voru allar umræður um sjávarútvegsmál bannaðar, nema hversu fyrningaleiðin væri slæm. Annað þurfti ekki að ræða og í raun bannað. Á meðan okkur ber ekki sú gæfa að ræða sjávarútvegsmal og leita lausna munu stórútgerðamenn reka sín fyrirtæki í stórkostlegri ósátt við þjóð sína. Stundum hef ég það á tilfinningunni að það sé það umhverfi sem líu þekkir best og vill helst starfa í. Ef það verður ekki breyting á mun einhverskonar Gnarr setjast í stól sjávarútvegsráðherra og kasta upp pening hvort það eigi að fyrna aflaheimildir um tíu eða tuttugu prósent. Þetta mun þessi Gnarr gera í umboði þjóðar sinnar. 


mbl.is Vinnslustöðin rekin með hagnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband